Umhverfisráð

252. fundur 25. júní 2014 kl. 16:15 - 17:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir Varaformaður
  • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
  • Helgi Einarsson Varamaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Varamaður
  • Friðrik Vilhelmsson Varamaður
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Erindisbréf umhverfisráð

Málsnúmer 201302046Vakta málsnúmer

Til kynningar erindisbréf umhverfisráðs.
Smávægilegar breytingar gerðar á erindisbréfi umhverfisráðs.
Fundartími umhverfisráðs ákveðinn fyrsti föstudagur í mánuði klukkan 09:00.
*ath. erindi þurfa að hafa borist fyrir kl. 14:00 miðvikudaginn fyrir fundinn til að hægt sé að taka þau fyrir.

2.Æfinga-aksturssvæði.

Málsnúmer 201405109Vakta málsnúmer

Undir þessum lið eru boðaðir bréfritarar ásamt forráðamönnum þeirra til að kynna hugmyndina.
Ráðið þakkar þeim Heiðari Erni Guðmundssyni og Björgvini Haukssyni fyrir heimsóknina.

3.Aðalfundur veiðifélags Svarfaðardalsár 2014.

Málsnúmer 201406036Vakta málsnúmer

Formaður kynnir árs- og rekstrarreikning veiðifélagsins.
Umhverfisráð hefur kynnt sér ársreikning veiðifélagsins.
Ráðið felur sviðsstjóra að kanna hvaða reglur gilda um stangveiði í Hrísatjörn.

4.Viðhald girðinga meðfram vegum í sveitarfélaginu.

Málsnúmer 201406030Vakta málsnúmer

Til kynningar.
Ráðið felur sviðsstjóra að áframsenda tilkynningu vegagerðarinnar til bænda í sveitafélaginu.

5.Girðing milli húsa 1,3 og 5 við Ásveg og leiksvæðis við Hjarðarslóð á Dalvík.

Málsnúmer 201308009Vakta málsnúmer

Með rafpósti dags. 19. júní 2014 óskar Guðný Ólafsdóttir fyrir hönd eigenda Ásvegar 1-3 eftir aðkomu sveitarfélagsins að frágangi við lóðarmörk.
Ráðið hafnar beiðninni á þeim forsendum að sveitarfélaginu er ekki skilt að girða opin leiksvæði.

6.Styrkvegir í Dalvíkurbyggð 2014

Málsnúmer 201404090Vakta málsnúmer

Til kynningar.
Ráðið fagnar styrkjunum.

7.Umsók um stöðuleyfi fyrir gám við Grundargötu 9, Dalvík

Málsnúmer 201406103Vakta málsnúmer

Með rafpósti dags. 4.júní 2014 óskar Valdimar Snorrason kt. 071249-3369 eftir áframhaldandi stöðuleyfi fyrir einn 20 feta gám fyrir hönd Assa ehf. kt. 600195-2989 að Grundargötu 9, Dalvík. samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi með fyrirvara um samþykki slökkviliðsstjóra.

8.Stöðuleyfi fyrir gám að Hrafnsstöðum

Málsnúmer 201406102Vakta málsnúmer

Með rafpósti dags. 10. júní 2014 óskar Zophonías Ingi Jónmundsson kt. 101051-2699 eftir stöðuleyfi fyrir gám samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.

9.Innkomið erindi vegna kastbúrs á íþróttasvæði

Málsnúmer 201406104Vakta málsnúmer

Með rafpósti dags. 19. maí 2014 óskar Árni Anton Júlíusson fyrir hönd Fosshótela eftir viðbrögðum frá sveitarfélaginu vegna sjónmengunar af kastbúri sem staðsett er á íþróttasvæðinu.
Umhverfisráð þakkar ábendinguna og bendir á að svæðið sem um ræðir er í skipulagsferli þar sem hlutaðeigandi gefst kostur á að gera athugasemdir.

10.Bakkavarnir við golfvöll 2014.

Málsnúmer 201406113Vakta málsnúmer

Til upplýsinga.
Umhverfisráð vill benda á að umsögn Fiskistofu vantar.
Ásdís Jónsdóttir og Friðrik Vilhelmsson viku af fundi eftir fyrsta lið.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir Varaformaður
  • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
  • Helgi Einarsson Varamaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Varamaður
  • Friðrik Vilhelmsson Varamaður
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs