Umhverfisráð

250. fundur 07. maí 2014 kl. 08:15 - 10:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Björgvin Hjörleifsson Formaður
  • Haukur Gunnarsson Varaformaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
  • Baldur Snorrason Aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir Varamaður
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Fundargerðir HNE 2014

Málsnúmer 201403076Vakta málsnúmer

Til kynningar fundargerðir HNA 2014
Umhverfisráð hefur kynnt sér fundargerðirnar.

2.Ársreikningur og skýrsla 2013

Málsnúmer 201404042Vakta málsnúmer

Til kynningar ársreikningur og skýrsla björgunarsveitarinnar Dalvík
Umhverfisráð hefur kynnt sér gögnin og fagnar góðri rekstarafkomu. Ráðið hvetur nýtt umhverfisráð til að hlúa áfram að því góða starfi sem björgunarsveitin sinnir.

3.Umsókn um leyfi til untanhússklæðningar ofl.

Málsnúmer 201404088Vakta málsnúmer

Með innkomnu erindi dags. 07.04.2014 óskar Jónasína Dómhildur Karlsdóttir kt.270657-5599 fyrir hönd ungmennafélagsins Atla eftir leyfi til að klæða samkomuhúsið Höfða, Svarfaðardal ásamt fleiri breytingum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemd við umsóknina og veitir umbeðið leyfi.

4.Deiliskipulag sumarhúsasvæðis í landi Hamars.

Málsnúmer 201402122Vakta málsnúmer

Á fundinn mætir Ágúst Hafsteinsson frá Arkitektastofunni Form til að kynna hugmyndir að nýju deiliskipulagi.
Ráðið þakkar Ágústi fyrir greinargóða yfirferð og lítilvægar breytingar gerðar á þeim gögnum sem kynnt voru.Hönnuði var falið að gera þær breytingar sæmkvæmt umræðum á fundinum og felur ráðið sviðsstjóra að undirbúa málið til umsagnar til skipulagsstofnunar.

5.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201404107Vakta málsnúmer

Með rafpósti dags. 16/04 2014 óskar Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd dvalarheimilisins Dalbæjar eftir leyfi til breytinga á þaki samkvæmt meðfylgjandi gögnum
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og veitir byggingar og framkvæmdaleyfi.

6.Umsókn um stöðuleyfi fyrir fellihýsi

Málsnúmer 201405032Vakta málsnúmer

Með rafpósti dags. 6. maí 2014 óskar Leifur Kristinn Harðarsson kt. 220962-4829 eftir stöðuleyfi fyrir fellihýsi samkvæmt innsendum gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemd við umsóknina og felur sviðsstjóra að ganga frá stöðuleyfi til 12 mánaða.

7.Umsókn um styrk

Málsnúmer 201404130Vakta málsnúmer

Með rafpósti dags. 29.04.2014 óskar Haukur Gunnarsson fyrir hönd Björgunarsveitarinnar Dalvík eftir styrk vegna námskeiðs.
Umhverfisráð þykir miður að geta ekki orðið við umbeðnum styrk þar sem ráðið hefur ekki heimild til að veita styrki, en vísar umsókninni áfram til íþrótta- og æskulýðsráðs og byggðarráðs með von um jákvæðar undirtektir þaðan.
Haukur Arnar Gunnarsson vék af fundi undir þessum lið.

8.Umsókn um breytta notkun á Skíðabraut 7B, Dalvík

Málsnúmer 201405031Vakta málsnúmer

Helgi Geirharðsson kt. 141260-4059 óskar fyrir hönd Uppstreymi ehf eftir leyfi fyrir breyttri notkuna á Skíðabraut 7b ( Jónínubúð ).
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við breytta notkun húsnæðisins, en frestar afreiðslu erindisins þar til fullnægjandi gögn berast.

9.Umgengni á Böggvisstaðarsandi

Málsnúmer 201405030Vakta málsnúmer

Til umræðu umhverfi og umgengni á Böggvisstaðarsandi.
Umhverfisráð leggur til að nýtt framtíðarsvæði verði skipulagt fyrir geymslugáma og svæðið á böggvisstaðarsandi verði lagt niður. Ráðið bendir á að öll losun á úrgangi og geymsla lausafjármuna er bönnuð á svæðinu.
Ráðið leggur einnig áherslu á að umgengni verði stórbætt á Böggvisstaðarsandi og hvetur umhverfisstjóra að fylgja því eftir.

10.Deiliskipulag við Kirkjuveg, Dalbær og Krílakot Dalvík

Málsnúmer 201311291Vakta málsnúmer

Til kynningar hugmynd að deiliskipulagi við Dalbæ
Lagt fram til kynningar.

11.Gullbringa, deiliskipulag fyrir frístundabyggð í landi Tjarnar í Svarfaðardal

Málsnúmer 201401131Vakta málsnúmer

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Gullbringu, frístundabyggð í landi Tjarnar, sem auglýst hefur verið skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, var samþykkt í sveitarstjórn þann 18. febrúar 2014. Tillagan hefur verið yfirfarin af Skipulagsstofnun. Athugasemdir koma fram í bréfi dags. 19. mars 2014 og brugðist hefur verið við þeim. Engar efnislegar breytingar voru gerðar. Uppfærð tillaga er dags. 21.03.2014.
Breytingarnar eru lagðar fram til kynningar og mun sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs annast gildistöku skipulagsins.
Undir lið 7. vék Haukur Arnar Gunnarsson af fundi.
Baldur Snorrason vék af 10:45

Fundi slitið - kl. 10:45.

Nefndarmenn
  • Björgvin Hjörleifsson Formaður
  • Haukur Gunnarsson Varaformaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
  • Baldur Snorrason Aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir Varamaður
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs