Sveitarstjórn

263. fundur 25. nóvember 2014 kl. 16:15 - 18:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
  • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Varamaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Guðmundur St. Jónsson boðaði forföll og varamaður hans Kristján E. Hjartarson mætti í hans stað.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 715, frá 30.10.2014.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 716, frá 06.11.2014.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 717, frá 13.11.2014.

4.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 718, frá 20.11.2014.

5.Íþrótta- og æskulýðsráð - 62, frá 11.11.2014.

6.Umhverfisráð - 257, frá 07.11.2014.

7.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 20, frá 12.11.2014.

8.Kjör í Ungmennaráð Dalvíkurbyggðar, sbr. Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar, 46. gr.Til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Málsnúmer 201410301Vakta málsnúmer

Á 262. fundi sveitarstjórnar þann 28. október 2014 var meðal annars eftirfarandi bókað varðandi ofangreint:

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að veita Degi Atlasyni lausn frá störfum úr Ungmennaráði.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu forseta um að fresta umfjöllun og afgreiðslu hvað varðar kjör í Ungmennaráð Dalvíkurbyggðar fram að næsta fundi sveitarstjórnar.

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi tillaga að kjöri í Ungmennaráð Dalvíkurbyggðar frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og forstöðumanni félagsmiðstöðvar;
Aðalmenn : Ásdís Dögg Guðmundsdóttir, Þórdís Rögnvaldsdóttir, Hera Margrét Guðmundsdóttir, Sunneva Halldórsdóttir og Hugrún Lind Bjarnadóttir.
Varamaður 1: Björgvin Páll Hauksson, Varamaður 2: Patrekur Óli Gústafsson, Varamaður 3: Eiður Máni Júlíusson.

Til máls tóku:
Valdís Guðbrandsdóttir.
Bjarni Th. Bjarnason.
Kristján E. Hjartarson.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir að óskað hafi verið eftir nýrri tillögu vegna kynjahlutfalls. Sveitarstjóri upplýsti að breytingartillaga barst rétt fyrir fund sveitarstjórnar frá forstöðumanni félagsmiðstöðvar og er hún svo hljóðandi.
Aðalmenn verða:
Sunneva Halldórsdóttir
Patrekur Óli Gústafsson
Hera Margrét Guðmundsdóttir
Eiður Máni Júlíusson
Hugrún Lind Bjarnadóttir

Varamenn verða:
1. varamaður: Björgvin Páll Hauksson
2. varamaður: Þórdís Rögnvaldsdóttir
3. varamaður; Ásdís Dögg Guðmundsdóttir.

Ekki komu fram aðrar tillögur.

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda breytingartillögu.

9.Frá Eyþingi; Kosning í fulltrúaráð.Til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Málsnúmer 201410323Vakta málsnúmer

Á 716. fundi byggðarráðs þann 6. nóvember 2014 var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá Eyþingi, bréf dagsett þann 30. október 2014, er varðar skipun í fulltrúaráð Eyþings. Dalvíkurbyggð þarf að skipa 2 fulltrúa og 2 til vara. Kjörgengnir í fulltrúaráð eru þeir sömu og kjörgengir eru á aðalfundi Eyþings.

Á 260. fundi sveitarstjórnar þann 18. júní s.l. voru eftirtalin kosin sem fulltrúar á aðalfund Eyþings:
Aðalmenn:
Heiða Hilmarsdóttir (B), kt. 180859-3499
Kristján Guðmundsson (B), kt.150290-4069
Lilja Björk Ólafsdóttir (D), kt.190862-3489
Kristján E. Hjartarson (J), kt.100956-3309

Varamenn:
Þórhalla Franklín Karlsdóttir (B), kt.300675-3369
Pétur Sigurðsson (B), kt. 170762-2829
Gunnþór E. Gunnþórsson (D), kt. 130375-5619
Valdís Guðbrandsdóttir (J), kt.270477-4619

Byggðarráð samþykkir samhljóða eftirfarandi tillögu til sveitarstjórnar:
Aðalmenn:
Bjarni Th. Bjarnason.
Valdís Guðbrandsdóttir.

Varamenn:
Heiða Hilmarsdóttir.
Gunnþór E. Gunnþórsson.

Ekki komu fram aðrar tillögur.
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðarráðs.

10.Útsvar 2015, tillaga til sveitarstjórnar.Til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Málsnúmer 201411009Vakta málsnúmer

Á 716. fundi byggðarráðs þann 6. nóvember 2014 var eftirfarandi bókað:

Samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4 frá 30. janúar 1995 á sveitarstjórn að vera búin að ákveða fyrir 1. desember ár hvert hvaða hundraðshluti verði lagður á tekjur manna á næsta ári, sbr. 24. gr. Samkvæmt 23. gr. má útsvar eigi vera hærra en 14,48% og eigi lægra en 12,44%.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem fram kemur að ráðgjöf sambandsins til sveitarfélaga er á þessu stigi að miða við að hámarksútsvarið verði 14,52%. Í tengslum við yfirstandandi endurmat á faglegum og fjárhagslegum forsendum yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga var í desember 2013 að samkomulagi milli ríkisins og sambandsins að álagningarhlutfall útsvars vegna yfirfærslunnar yrði 1,24% í stað 1,20%. Rétt er að taka fram að álagningarhlutfall tekjuskatts lækkaði að sama skapi um 0.04%. Var samþykkt því lagabreyting sem kveður á um svohljóðandi bráðabirgðaákvæði við lögin:
XVI. Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 23. gr. má útsvar af tekjum manna á árinu 2014 nema allt að 14,52% af útsvarsstofni.
Í frumvarpi um forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2015 er miðað við að bráðabirgðaákvæðið verði framlengt um eitt ár en áfram standa yfir viðræður um endurmat á faglegum og fjárhagslegum forsendum yfirfærslunnar.

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar ákvað útsvar fyrir árið 2014 14,52%.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn óbreytt útsvar eða 14,52% í samræmi við ofangreint.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum þá tillögu að útsvarsprósenta Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2015 verði 14,52%.

11.Sveitarstjórn - 262, frá 28.10.2014.Til kynningar.

Málsnúmer 1410017Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Nefndarmenn
  • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
  • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Varamaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs