Málsnúmer 201405105Vakta málsnúmer
Á 698. fundi byggðarráðs þann 15. maí 2014 var tillaga að fjárhagsramma 2015 tekin fyrir og hún samþykkt samhljóða.
Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi tillaga að fjárhagsramma 2015 vegna vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2015-2018.
Miðað við gefnar forsendur gerir tillagan ráð fyrir jákvæðum afgangi A-hluta að upphæð kr.53.813.000 og jákvæðum afgangi A- og B- hluta að upphæð kr. 85.740.000.
Fjárfestingar og framkvæmdir alls eru áætlaðar kr. 308.805.000.
Til máls tóku:
Svanfríður Inga Jónasdóttir, um fjárhagsrammann.
Sveitarstjóri færði samstarfsmönnum í sveitarstjórn þakkir fyrir gott samstarf á undanförnum árum.
Jóhann Ólafsson, um fjárhagsrammann.
Jóhann Ólafsson, sem færði samstarfsmönnum í sveitarstjórn þakkir fyrir farsælt samstarf sem og starfsfólki Dalvíkurbyggðar.
Óskar Óskarsson, sem þakkaði samstarfið í sveitarstjórn.
Valdís Guðbrandsdóttir, sem tekur undir þakkir um gott samstarf.
Anna Guðný Karlsdóttir, sem þakkar fyrir samstarfið.
Guðmundur St. Jónsson, sem þakkar samstarfið.
Sveitarstjórn færir sveitarstjóra bestu þakkir fyrir gott og farsælt samstarf og starf í þágu sveitarfélagsins á undanförnum árum.
Sveitarstjórn færir einnig sviðsstjórum og stjórnendum þakkir fyrir samstarfið.