Málsnúmer 201403019Vakta málsnúmer
Á 695. fundi byggðarráðs þann 10. apríl 2014 var ársreikingur Dalvíkurbyggðar 2013 lagður fram og samþykkti byggðarráð að vísa ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2013.
Til máls tóku:
Svanfríður Inga Jónasdóttir, sem gerð grein fyrir helstu niðurstöðum og forsendum.
Jóhann Ólafsson, sem leggur til eftirfarandi ályktun:
Sveitarstjórn samþykkir að fela byggðarráði og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, eftir ábendingu endurskoðanda, að fara yfir vinnuferli innheimtu hjá Dalvíkurbyggð.
Helstu niðurstöður eru:
Rekstrarniðurstaða samantekin A og B hluti; kr. 78.889.000. Fjárhagsáætlun 2013 gerði ráð fyrir kr. 23.769.000 jákvæðri rekstrarniðurstöðu.
Rekstrarniðurstaða A- hluta (Aðalsjóður og Eignasjóður) kr. 36.003.000 Fjárhagsáætlun 2013 gerði ráð fyrir neikvæðri rekstrarniðurstöðu að upphæð kr. - 11.677.000.
Rekstrarniðurstaða Aðalsjóðs er kr. 38.012.000. Fjárhagsáætlun 2013 gerði ráð fyrir neikvæðri rekstrarniðurstöðu að upphæð kr. -15.996.000.
Handbært fé frá rekstri samantekið A- og B- hluti: kr. 267.574.000.
Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum kr. 170.162.000.
Tekin ný langtímalán kr. 80.000.000.
Afborganir langtímalána kr. 126.739.000.
Veltufjárhlutfall samstæðu er 1,18 og skuldahlutfall án lífeyrisskuldbindinga eftir 2028 er 83,3%.
1. varaforseti, Kristján E. Hjartarson, tók því við fundarstjórn.
Óskar Óskarsson boðaði forföll og varamaður hans Kristinn Ingi Valsson mætti í hans stað.
Anna Guðný K