Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga

23. fundur 04. nóvember 2020 kl. 10:00 - 10:50 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Magnús Guðmundur Ólafsson starfsmaður
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Aðrir sem sátu fundinn: Ave Kara Sillaots fulltrúi starfsmanna hjá TÁT. Steinunn Jóhannsdóttir mætti ekki inn á fundinn og boðaði ekki forföll.

1.Gjaldskrár fræðslu - og menningarsviðs 2021

Málsnúmer 202009098Vakta málsnúmer

Magnús Guðmumundur Ólafsson, fór yfir breytingar á gjaldskrá TÁT eftir fyrri samþykkt skólanefndar TÁT.
Skólanefnd TÁT leggur til að gjaldskrá hækki um 2,7% milli ára og vísar endurskoðaðri tillögu að gjaldskrá TÁT fyrir fjárhagsárið 2021 til samþykktar í Bæjarráði Fjallbyggðar og Byggðaráði Dalvíkurbyggðar.

2.Starfsmannamál TÁT fyrir skólaárið 2020 - 2021

Málsnúmer 202003160Vakta málsnúmer

Magnús Guðmundur Ólafsson fór yfir starfsmannamál hjá TÁT fyrir skólaárið 2020 - 2021.
Lagt fram til kynningar

3.Jólatónleikar 2020 hjá TÁT

Málsnúmer 202011002Vakta málsnúmer

Magnús Guðmundur Ólafsson fór yfir skipulag á jólatónleikum hjá TÁT og öðrum tónleikum sem tengjast TÁT í desember.
Lagt fram til kynningar

4.Kostnaðarskipting sveitarfélaga vegna TÁT 2020 - 2021

Málsnúmer 202011001Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir kostnaðarskiptingu sveitarfélaga vegna TÁT.
Skólanefnd TÁT gerir ekki athugasemdir við kostnaðarskiptingu sveitarfélaga vegna TÁT fyrir fjárhagsárið 2021 og vísar kostnaðarskiptingu til samþykktar í Bæjarráði Fjallabyggðar og Byggðaráði Dalvíkurbyggðar.

5.Breytt skipulag skólahalds vegna COVID - 19

Málsnúmer 202004005Vakta málsnúmer

Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fór yfir breytt skipulag vegna COVID - 19.
Lagt fram til kynningar.

6.Fjárhagslegt stöðumat 04

Málsnúmer 201901017Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarmála, hjá Dalvíkurbyggð fór yfir fjárhagslegt stöðumat hjá TÁT
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 10:50.

Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Magnús Guðmundur Ólafsson starfsmaður
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs