Skipulagsráð

16. fundur 10. janúar 2024 kl. 14:00 - 16:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Júlíus Magnússon varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir Skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Júlíus Magnússon D-lista sat fundinn í forföllum Önnu Kristínar Guðmundsdóttur.

1.Dalvík miðsvæði - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202202043Vakta málsnúmer

Ágúst Hafsteinsson hjá form ráðgjöf ehf. fór yfir tillögu að nýu deiliskipulagi íbúðar-, verslunar- og þjónustusvæðis í miðbæ Dalvíkur í kjölfar ábendinga frá fundi skipulagsráðs þann 13. desember 2023.
Ágúst sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna með skipulagshönnuði að tillögu á vinnslustigi og leggja fyrir næsta fund ráðsins.
Þá leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 í samræmi við tillöguna.

2.Skáldalækur ytri - umsókn um deiliskipulag fyrir frístundalóðir

Málsnúmer 202401038Vakta málsnúmer

Á fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 18. október sl. var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna stækkunar á frístundasvæði í landi Skáldalækjar ytri.
Er nú lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir svæðið, unnin af Form ráðgjöf ehf. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun frístundasvæðis 660-F til suðurs fyrir þrjár nýjar frístundalóðir ásamt því að afmörkun svæðisins er aðlöguð að deiliskipulagsmörkum aðliggjandi lóða.
Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.
Skipulagsráð óskar eftir tillögum að götuheiti frá landeigendum.

3.Selárland - uppbyggingarsvæði

Málsnúmer 202308038Vakta málsnúmer

Frestur til að skila inn tillögum að uppbyggingu afþreyingar- og ferðamannasvæðis í landi Selár við Hauganes rann út þann 8. janúar sl.
Tillaga barst frá Nordic arkitektastofu og er hún lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

4.Hringtún 24 - umsókn um lóð

Málsnúmer 202401009Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. desember 2023 þar sem Valgerður I. R. Guðmundsdóttir sækir um lóð nr. 24 við Hringtún.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

5.Dalvíkurlína 2 - geymslusvæði fyrir strengkefli

Málsnúmer 202312044Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. desember 2023 þar sem Landsnet óskar eftir geymslusvæði fyrir strengkefli í tengslum við lagningu Dalvíkurlínu 2.
Sótt er um 2500 m2 svæði í námu Dalvíkurbyggðar í landi Háls til afnota árin 2024 og 2025.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Nefndarmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Júlíus Magnússon varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir Skipulagsfulltrúi