Menningarráð

47. fundur 11. desember 2014 kl. 08:15 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdemar Þór Viðarsson Formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varaformaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá

1.Samningur milli Dalvíkurbyggðar og Bakkabræðraseturs um Sigtún

Málsnúmer 201312093Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom Kristín Aðalheiður Símonardóttir forsvarsmaður Bakkabræðraseturs á fund ráðsins.
Farið var yfir samninginn en hann var gerður á þeim forsendum að sýning um Bakkabræður myndi vera aðal starfsemi hússins og hún myndi byggja á þeim teikningum sem liggja fyrir. Kristín Aðalheiður kynnti sýnishorn af minjagripum og bókum sem setrið hefur verið að vinna að ásamt hönnuði. Meðal þess sem rætt var er framtíðarsýn varðandi sýninguna, samnýting á rýmum með leikfélaginu, nauðsynlegt viðhald, framkvæmdir, leigugreiðslur og fyrirkomulag.

Kristínu Aðalheiðu þökkuð koman á fundinn.

2.Tryggingar Byggðasafnsins Hvols

Málsnúmer 201409076Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Íris Ólöf Sigurjónsdóttir forstöðumaður Hvols fundinn.
Til umræðu voru tryggingar á munum Hvols og að hvaða marki rétt sé að tryggja oft óbætanlega muni.

Íris fór yfir svör sem hún hefur fengið frá nokkrum söfnum á landinu um hvernig tryggingarmálum þeirra er háttað, en oft er það svo að fjársterkir aðilar s.s. ríki og sveitarfélög tryggja ekki óbætanlega hluti.

Menningarráð leggur til að lausarfjártrygging safnsins verði aukin í um 30. m. kr. og felur Írisi að ganga frá því.

3.Saga byggðasafna á Íslandi

Málsnúmer 201412046Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Íris Ólöf Sigurjónsdóttir fundinn.

Með fundarboði fylgdi bréf frá forstöðumanni Hvols þar sem hún segir að Sigurjón Baldur Hafsteinsson, dósent við Háskóla Íslands, hafi haft samband og óskað eftir að rituð verði saga Byggðasafnsins Hvols í bók um byggðasöfn á Íslandi.

Kristján Hjartarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins vegna vanhæfis.

Menningarráð samþykkir að ráðinn verði verktaki til starfa við ritun á sögu byggðasafnsins fyrir allt að 750.000 kr. að því gefnu að það rúmist innan ramma safnsins eða styrkir fáist til verksins.

4.Skrautbúningur fjallkonu

Málsnúmer 201412047Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fundinn Hjördís Jónsdóttir en hún hefur aðstoðað og passað upp á búninginn í áratugi.
Farið var yfir stöðu á skautbúningi Fjallkonu sem notaður er 17. júní ár hvert. Kjóllinn var fermingarkjóll Guðlaugar Þorbergsdóttur en hún er stjúpdóttir Kristjáns Eldjárns Jóhannssonar og Önnu Arngrímsdóttur sem bjuggu í Brekku á Dalvík.
Kjóllinn er tvískiptur ljós að lit. Faldinn gerði Friðrika Óskarsdóttir. Höfuðbúnaðurinn sem notaður hefur verið, krókur og spöng, er í eigu Soffíu Guðmundsdóttur en Hjördís á næluna. Umræða var um hvort rétt sé í framtíðinni að búningurinn verði geymdur á Hvoli en Hjördís er tilbúin að halda utan um búninginn eftir sem áður og kann ráðið henni bestu þakkir fyrir það.
Rætt var um hvort rétt væri að leita leiða til að eignast annan búning til að verja þennan en ekkert verður gert í því í bili.

Menningarráð þakkar Hjördísi kærlega fyrir upplýsingarnar og komuna á fundinn.

5.100 ára afmæli kosningaréttar kvenna

Málsnúmer 201408020Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu Ingibjörg Kristinsdóttir og Þóra Rósa Geirsdóttir á fundinn.
Umræða var um 100 afmæli kosningaréttar kvenna og 100 afmæli Kvenfélagsins Tilraunar.
Afmælisdagur Tilraunar er 1. apríl og ætlar félagið að halda upp á afmæli sitt að Rimum þann dag og stefnir á að rit um sögu félagsins verði tilbúið þá.

Sviðsstjóra falið að ræða við upplýsingafulltrúa um hugmynd að viðburðardagatali varðandi þennan merka atburð.

Ingibjörgu og Þóru Rósu þökkuð koman á fundinn.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Valdemar Þór Viðarsson Formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varaformaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs