Menningarráð

41. fundur 14. janúar 2014 kl. 08:15 - 11:00 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson Formaður
  • Þóra Rósa Geirsdóttir Varaformaður
  • Hlín Torfadóttir Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri Fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá

1.Samningur milli Dalvíkurbyggðar og Bakkabræðraseturs um Sigtún

Málsnúmer 201312093Vakta málsnúmer

Lögð var fram skýrsla um framvindu við undirbúning á opnun sýningar um Bakkabræður sem áætlað er að verði opnuð fyrir sumarið.

Menningarráð óskar eftir að fá nákvæmari, tímasettri áætlun að uppbyggingu sýningarinnar fyrir næsta fund ráðsins.

2.Samningur milli Dalvíkurbyggðar og Menningarfélagsins Bergs

Málsnúmer 201303203Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Svanfríður Jónasdóttir og Margrét Víkingsdóttir fulltrúar Dalvíkurbyggðar í stjórn Bergs fundinn.

Umræða varð um rekstrarform,fjármögnun og stefnu stjórnar í tengslum við rekstur og starfsemi í Bergi.

Svanfríði og Margréti þökkuð koman á fundinn.

3.Ósk um rekstrarsamning við Menningar- og listasmiðjuna á Húsabakka

Málsnúmer 201307020Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu drög að samningi til þriggja ára við Menningar- og listasmiðjuna á Húsabakka.
Meðal þess sem kemur fram í samningnum er að Menningar- og listasmiðjunni ber að halda félagatal, auglýsa starfsemina og vinna að fjölgun félagsmanna. Styrkurinn er ætlaður upp í kostnað við leigu, hita og rafmagn.


Menningarráð samþykkir samninginn með minniháttar breytingum og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Menningarstefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201211032Vakta málsnúmer


Vinnu frestað til næsta fundar ráðsins.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson Formaður
  • Þóra Rósa Geirsdóttir Varaformaður
  • Hlín Torfadóttir Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri Fræðslu- og menningarsviðs