Menningarráð

35. fundur 12. febrúar 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson Formaður
  • Hlín Torfadóttir
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri Fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Þóra Rósa Geirsdóttir boðaði forföll en ekki kom varamaður í hennar stað.

1.Ný safnalög

Málsnúmer 201302031Vakta málsnúmer

Íris Ólöf Sigurjónsdóttir forstöðumaður Byggðasafnsins Hvols kom á fundinn og fór yfir helstu nýmæli í safnalögum  nr. 141/2011.Umræður urðu um framtíð Byggðasafnsins og fleira því tengt.  Menningarráð þakkar Írisi Ólöfu fyrir yfirferðina.

2.Ný bókasafnslög

Málsnúmer 201302032Vakta málsnúmer

Laufey Eiríksdóttir forstöðumaður bóka- og hérðasskjalasafns fór yfir helstu nýmæli í nýjum bókasafnslögum nr. 150/2012. Menningarráð þakkar Laufeyju fyrir yfirferðina

3.Ljósmyndasafn

Málsnúmer 201302034Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Lafuey Eiríksdóttir forstöðumaður Bóka- og héraðsskjalasafns fundinn. Til umræðu var hvort  rétt sé að stofna ljósmyndasafn sem sérstaka einingu en það sé ekki hluti af héraðsskjalasafni. Menningarráð vísar þessari hugmynd til frekari umræðu við fjárhagsáætlanagerð.

4.Menningarstefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201211032Vakta málsnúmer

Farið var yfir dagskrár íbúafundar um menningarstefnuna sem haldinn verður miðvikudaginn 27. febrúar klukkan 16:15. Menningarráð vonast eftir góðri mætingu á þennan mikilvæga fund. 

5.Þjónustusamningur við Náttúrusetur?

Málsnúmer 201302033Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir erindi frá Hjörleifi Hjartarsyni, f.h. Náttúrusetursins þar sem óskað er eftir þjónustusamningi við Dalvíkurbyggð. Þar kemur m.a. fram að Náttúrusetrið yrði formlegur umsjónaraðili Friðlands Svarfdæla, að það héldi úti fræðslu og frekari uppbyggingu í friðlandinu. Menningarráð telur efnisóskir bréfsins ekki á forræði ráðsins. Menningarráð telur þó mikilvægt að framtíðarhlutverk og rekstur Nátturusetursins komist í skýran farveg og mun hvetja til umræðu um það á íbúaþingi um menningarmál 27. feb. nk. Menningarráð vísar erindinu því til byggðaráðs Dalvikurbyggðar. 

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson Formaður
  • Hlín Torfadóttir
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri Fræðslu- og menningarsviðs