Menningarráð

85. fundur 25. mars 2021 kl. 08:30 - 09:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Heiða Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir formaður
  • Rúna Kristín Sigurðardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá

1.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202103071Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Menningarfélaginu Bergi ses. Sótt er um 150.000 kr. vegna sirkusverkefnis sem heitir Hringleikur.
Menningarráð samþykkir með þremur greiddum atkvæðum styrkveitingu að upphæð 130.000 kr. til að mæta kostnaði við verkefnið.

2.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202103068Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Umfs. Þorsteini Svörfuði. Sótt er um 500.000 kr. vegna blaðaútgáfu af tilefni 100 ára afmæli félagsins.
Menningarráð samþykkir með þremur greiddum atkvæðum styrkveitingu að upphæð 300.000 kr. til að mæta kostnaði við verkefnið.

3.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202103085Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Kristjönu Arngrímsdóttur. Sótt er um 500.000 kr. vegna tónleikaraðarinnar Gestaboð Kristjönu sem er áætlað að halda okt. - des. 2021.
Menningarráð samþykkir með þremur greiddum atkvæðum styrkveitingu að upphæð 200.000 kr. til að mæta kostnaði við verkefnið.

4.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202103070Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Menningarfélaginu Bergi ses. Sótt er um 300.000 kr. vegna Klassík í Bergi 2021 - 2022 sem er tónleikaröð, tvennir til þrennir tónleikar á ári.
Menningarráð samþykkir með þremur greiddum atkvæðum styrkveitingu að upphæð 200.000 kr. til að mæta kostnaði við verkefnið.

5.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði menningarráðs Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202103044Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Írisi Ólöfu Sigurjónsdóttur. Sótt er um 1.000.000 kr. vegna Bergið opnast í Menningarhúsinu Bergi Dalvík, í ágúst 2021.
Menningarráð hafnar með þremur greiddum atkvæðum umsókn um styrk vegna fjölda umsókna og þeirrar heildarupphæðar sem ráðið hafði til ráðstöfunar fjárhagsárið 2021.

6.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202103050Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Þórhalli Sigurvin Jónssyni. Sótt er um 250.000 kr. styrk til þess að halda stóra smábíladaginn hátíðlegan í Gallerý Nærenda.
Menningarráð samþykkir með þremur greiddum atkvæðum styrkveitingu að upphæð 100.000 kr. til að mæta kostnaði við verkefnið.
Rúna Kristín Sigurðardóttir fór af fundi kl. 09:00

7.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202103073Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Júlíusi Garðari Júlíussyni. Sótt er um 400.000 kr. styrk til að uppfæra/aðlaga vefinn julli.is til nútímans.
Menningarráð hafnar með tveimur greiddum atkvæðum umsókn um styrk vegna fjölda umsókna og þeirrar heildarupphæðar sem ráðið hafði til ráðstöfunar fjárhagsárið 2021.
Rúna Kristín Sigurðardóttir kom inn á fund kl. 09:07
Katrín Sif Ingvarsdóttir fór af fundi kl. 09:08

8.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202103081Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Írisi Hauksdóttur. Sótt er um 500.000 kr. styrk til að setja upp söngleikinn "Með allt á hreinu" í samstarfi við Leikfélag Dalvíkur.
Menningarráð samþykkir með tveimur greiddum atkvæðum styrkveitingu að upphæð 250.000 kr. til að mæta kostnaði við verkefnið.
Katrín Sif Ingvarsdóttir kom inn á fund kl. 09:16

9.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202103067Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Jóhanni Már Kristinssyni. Sótt er um 350.000 kr. styrk til að setja upp ljósmynda - og drónasýningu og bera saman nýja - og gamla tímann.
Menningarráð samþykkir með þremur greiddum atkvæðum styrkveitingu að upphæð 200.000 kr. til að mæta kostnaði við verkefnið.
Katrín Sif Ingvarsdóttir fór af fundi kl. 09:22

10.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202103066Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá íbúakjarna í Lokastíg. Sótt er um 150.000 kr. styrk til að setja upp og undirbúa sýningu í Bergi á verkum eftir íbúa í íbúðakjarna í Lokastíg.
Menningarráð samþykkir með tveimur greiddum atkvæðum styrkveitingu að upphæð 120.000 kr. til að mæta kostnaði við verkefnið.
Katrín Sif Ingvarsdóttir kom inn á fund kl. 09:29

Fundi slitið - kl. 09:45.

Nefndarmenn
  • Heiða Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir formaður
  • Rúna Kristín Sigurðardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs