Menningarráð

78. fundur 07. apríl 2020 kl. 08:15 - 10:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Valdemar Þór Viðarsson varaformaður
  • Heiða Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Ella Vala Ármannsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá

1.Fjárhagslegt stöðumat fyrir málaflokk 05

Málsnúmer 202001081Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs fór yfir fjárhagslegt stöðumat fyrir málaflokk 05.
Lagt fram til kynningar

2.Reglugerð um héraðsskjalasöfn

Málsnúmer 202002063Vakta málsnúmer

Mennta- og menningarmálaráðuneyti kynnir til samráðs mál nr. 32/2020, Reglugerð um héraðsskjalasöfn".


Lagt fram til kynningar og mun Björk Hólm Þorsteinsdóttir forstöðumaður safna og Menningarhúss upplýsa ráðið um framgang þess.
Björk Hólm Þorsteinsdóttir yfirgaf fund kl.08:45

3.Til eigenda Gásakaupstaðar ses, erindi frá stjórn.

Málsnúmer 202003140Vakta málsnúmer

Á 939. fundi byggðaráðs þann 26. mars 2020 var tekið fyrir erindi frá stjórn Gásakaupstaðar ses og vísaði ráðið umræðu um Miðaldardaga að Gásum til menningarráðs.
Menningarráð er sammála því að halda Miðaldadaga áfram og felur sviðsstjóra að vinna áfram í málinu.

4.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202003088Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Jóni Bjarka Hjálmarssyni f.h. Sögufélags Svarfdæla. Sótt er um 200.000 kr. til frekari fornleifarannsókna í Dalvíkurbyggð.
Menningarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð 150.000 kr. til að mæta kostnaði við verkefnið.

5.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202003085Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Degi Óskarssyni. Sótt er um 300.000 kr. til að opna sýningu sem mun hafa heitið Vetrarbærinn Dalvík.
Menningarráð hafnar umsókn á forsendum fjölda umsókna og fjölbreytileika þeirra. Menningarráð hefur haft fjölbreytni í verkefnum að leiðarljósi í þessum styrkveitingum.

6.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202003083Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Sigurlaugu Stefánsdóttur f.h. Mímiskórsins - kórs eldri borgara. Sótt er um styrk að upphæð 300.000 kr. vegna æfinga og tónleikahalds.
Menningarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð 200.000 kr.

7.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202003081Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Bergþóru Jónsdóttur. Sótt er um styrk að upphæð 447.000 kr. Vegna hönnunar, framleiðslu og uppsetningar á sýningu umsækjanda í Bergi Menningarhúsi á haustmánuðum 2020. Grafísk hönnun.
Menningarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð 250.000 kr til að mæta kostnaði við verkið

8.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202003078Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Menningarfélaginu Bergi ses. Sótt er um 350.000 kr. til tónleikahalds í Bergi með sönglögum við ljóð Þórarins Eldjárns.
Menningarráð hafnar umsókn á forsendum fjölda umsókna og fjölbreytileika þeirra. Menningarráð hefur haft fjölbreytni í verkefnum að leiðarljósi í þessum styrkveitingum.

9.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202002010Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Sigurlaugu Elsu Heimisdóttur. Sótt er um 520.000 kr. vegna ljósmyndasýningar Heimis Kristinssonar í Menningarhúsinu Bergi.
Menningarráð hafnar umsókninni þar sem að umsækjandi uppfyllir ekki reglur sjóðsins hvað varðar lögheimili.

10.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202002040Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Þórhalli S. Jónssyni. Sótt er um 250.000 kr. til kaupa á glerskápum, bættri merkingu og lýsingu fyrir smábílasafn.
Menningarráð hafnar umsókn á forsendum þess að verið er að horfa á menningartengda viðburði frekar en kaup á búnaði.

11.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202002043Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Svanfríði Ingu Jónasdóttur f.h. Tónlistarfélags Dalvíkur. Sótt er um 120.000 kr. til að halda menningarhátíðina Svarfdælskur mars 2020 en hátíðin er haldin árlega seinni partinn í mars.
Menningarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð 100.000 kr.

12.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202003087Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Menningarfélaginu Berg ses. Sótt er um 200.000 kr. vegna Barnamenningarhátíðar.
Menningarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð 150.000 kr. til að mæta kostnaði við verkið.

13.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202003084Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Óskari Pálmasyni f.h. Karlakórs Dalvíkur. Sótt er um 300.000 kr. vegna æfinga og tónleikahalds árið 2020.
Menningarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð 200.000 kr.

14.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202003082Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Kristjönu Arngrímsdóttur. Sótt er um 500.000 kr. vegna tónleikaraðarinnar Gestaboð Kristjönu sem er áætlað að halda okt. - des. 2020.
Menningarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð 300.000 kr. til að mæta kostnaði við tónleikahaldið.

15.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202003080Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Árna Hjartarsyni. Sótt er um 300.000 vegna ritunar bókar um lífssögu Sigríðar á Tjörn.
Menningarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð 150.000 kr. til að mæta kostnaði við verkefnið.

16.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202003079Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Ingunni Margréti Hallgrímsdóttur. Sótt er 120.000 kr. vegna Fjölskyldujóga.
Menningarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð 120.000 kr.

17.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202003063Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Bergþóru Jónsdóttur. Sótt er um 416.000 kr. vegna hönnunar, teikningar og prentunar á nýstárlegu korti fyrir Dalvíkurbyggð. Kortið inniheldur upplýsingar um sögustaði og áhugaverða staði í
uppáhaldi hjá heimafólki í Dalvíkurbyggð.
Menningarráð hafnar umsókn á forsendum fjölda umsókna og fjölbreytileika þeirra. Menningarráð hefur haft fjölbreytni í verkefnum að leiðarljósi í þessum styrkveitingum.

18.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202003062Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Heiðdísi Björk Gunnarsdóttur f.h. Sölku kvennakórs á Dalvík. Sótt er um 530.000 kr. vegna æfinga og tónleikahalds.
Menningarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð 200.000 kr.

19.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202003049Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Menningarfélaginu Bergi ses. Sótt er um 200.000 kr. vegna Klassík í Bergi 2020 - 2021 sem er tónleikaröð, tvennir til þrennir tónleikar á ári.
Menningarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð 200.000 kr.

20.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202002076Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Elvari Antonssyni. Sótt er um 300.000 kr. vegna líkanasmíði báta.
Menningarráð hafnar umsókn á forsendum fjölda umsókna og fjölbreytileika þeirra. Menningarráð hefur haft fjölbreytni í verkefnum að leiðarljósi í þessum styrkveitingum. Menningarráð hvetur umsækjanda að sækja um í sjóðinn þegar sett verður upp sýning á verkinu.

21.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202002070Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Ösp Kristjánsdóttur. Sótt er um 500.000 kr. vegna Tónatrítl, söng-,hreyfingar - og dansnámskeið ætlað börnum 0-3 ára sem er áætlað að halda á haustdögum.
Menningarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð 200.000 kr.

22.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202002045Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Hjörleifi Hjartarsyni f.h. Norðurslóðar ehf. Sótt er um 394.636 kr. vegna sogusloð.is sem er hljóðleiðsögn um Dalvíkurbyggð sem nálgast má í gegnum síma og önnur snjalltæki.
Menningarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð 200.000 kr. til að mæta kostnaði við verkefnið.

23.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202002042Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Sigríði Guðmundsdóttur. Sótt er um 200.000 kr. vegna sýningar á glermyndum.
Menningarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð 100.000 kr. til að mæta kostnaði við sýningu.

24.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202002039Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Margréti Víkingdóttur. Sótt er um upphæð 300.000 kr. vegna sýningar á svarthvítum ljósmyndum úr Eyjafirði.
Menningarráð hafnar umsókn á forsendum fjölda umsókna og fjölbreytileika þeirra. Menningarráð hefur haft fjölbreytni í verkefnum að leiðarljósi í þessum styrkveitingum.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Valdemar Þór Viðarsson varaformaður
  • Heiða Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Ella Vala Ármannsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs