Umhverfis- og dreifbýlisráð - 10, frá 20.06.2023

Málsnúmer 2306007F

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1072. fundur - 29.06.2023

Fundargerðin er í 10 liðum.
Liðir, 1,2,3,4,5 og 8 eru sér liðir á dagskrá.
Lagt fram til kynningar.
  • Tekin fyrir umsögn Skipulagsstofnunar til Innviðaráðuneytisins vegna óskar Dalvíkurbyggðar eftir undanþágu frá gr. 5.3.2.5, lið d. í skipulagsreglugerðnr. 90/2013 um fjarlægð bygginga frá stofn- og tengivegum, vegna byggingar íbúðarhúsnæðis við Skíðadalsveg.
    Einnig lagt fram minnisblað byggingafulltrúa Eyjafjarðar með frekari rökstuðningi fyrir Dalvíkurbyggð þar sem hann vísar meðal annars í byggðamynstur í Svarfaðardal og ákvæði Aðalskipulags um fjölda heimreiða.
    Umhverfis- og dreifbýlisráð - 10 Umhverfis- og dreifbýlisráð tekur undir rökstuðning byggingafulltrúa.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs og tekur undir rökstuðning byggingafulltrúa í minnisblaði hans með frekari rökstuðningi fyrir Dalvíkurbyggð þar sem hann vísar meðal annars í byggðamynstur í Svarfaðardal og ákvæði Aðalskipulags um fjölda heimreiða.
  • Tekið fyrir tilboð frá Meindýraeyðingu Norðurlands í eyðingu á lúpínu. Umhverfis- og dreifbýlisráð - 10 Umhverfis- og dreifbýlisráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2024 þar sem ekki er gert ráð fyrir fjármagni í slíka eyðingu árið 2023.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs og felur ráðinu að skoða erindið í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2024.
  • Tekin fyrir umsókn, dagsett 10. maí 2023, frá Keng ehf. um leigu hluta lands að Selá á Árskógsströnd. Um er að ræða 65,5 ha. af landi. Umhverfis- og dreifbýlisráð - 10 Umhverfis- og dreifbýlisráð felur starfsmönnum Framkvæmdasviðs að ganga frá leigusamningi við Keng ehf. um umrætt svæði.
    Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Frestað Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs um að fela starfsmönnum framkvæmdavsiðs að ganga frá leigusamningi við Keng ehf. um leigu hluta lands að Selá á Árskógsströnd eða 65,5 ha. af landi.
  • .4 202306065 Selárlandið
    Tekið fyrir erindi frá Elvari Reykjalín dagsett 6. júní 2023 þar sem hann óskar eftir leigu á landbúnaðarlandi sunnan gamla Hauganessvegsins (merkt 2 á loftmynd). Umhverfis- og dreifbýlisráð - 10 Umhverfis- og dreifbýlisráð felur starfsmönnum Framkvæmdasviðs að ganga frá leigusamningi við Ektaböð ehf. um leigu á umræddu landbúnaðarlandi.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Frestað Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta erindinu.
  • Með rafpósti dags. 30. maí 2023 óskar Magni Þór Óskarsson eftir viðræðum um mögulega aðkomu knattspyrnudeildar U.M.F.S að niðurrifi á gömlu girðingum í eigu Dalvíkurbyggðar. Umhverfis- og dreifbýlisráð - 10 Umhverfis- og dreifbýlisráð veitir Framkvæmdasviði heimild til að ganga til samninga við knattspyrnudeild U.M.F.S. um niðurrif á gömlum girðingum ef það rýmist innan fjárheimilda að sumri loknu.
    Smþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs um að heimila framkvæmdasviði að ganga til samninga við knattspyrndudeild UMFS um niðurrif á gömlum girðingum ef það er svigrúm inna heimilda í fjárhagsáætlun að sumri loknu.
  • Lögð fram drög að þriggja ára samningi um refaveiðar frá Umhverfisstofnun. Markmið samningsins er að hafa yfirsýn yfir þær aðgerðir sem þarf til að stemma stigu við fjölgun refa og draga úr tjóni af þeirra völdum sem og að skapa fyrirsjáanleika varðandi endurgreiðslur ríkissjóðs vegna refaveiða sveitarfélaga. Umhverfis- og dreifbýlisráð - 10 Umhverfis- og dreifbýlisráð gerir ekki athugasemdir við framlögð samningsdrög við Umhverfisstofnun.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs og gerir ekki athugasemdir við framlögð samningsdrög til þriggja ára um refaveiðar frá Umhverfisstofnun.