Fundargerðin er í 10 liðum.
Liðir, 1,2,3,4,5 og 8 eru sér liðir á dagskrá.
-
Umhverfis- og dreifbýlisráð - 10
Umhverfis- og dreifbýlisráð tekur undir rökstuðning byggingafulltrúa.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs og tekur undir rökstuðning byggingafulltrúa í minnisblaði hans með frekari rökstuðningi fyrir Dalvíkurbyggð þar sem hann vísar meðal annars í byggðamynstur í Svarfaðardal og ákvæði Aðalskipulags um fjölda heimreiða.
-
Umhverfis- og dreifbýlisráð - 10
Umhverfis- og dreifbýlisráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2024 þar sem ekki er gert ráð fyrir fjármagni í slíka eyðingu árið 2023.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs og felur ráðinu að skoða erindið í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2024.
-
Umhverfis- og dreifbýlisráð - 10
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur starfsmönnum Framkvæmdasviðs að ganga frá leigusamningi við Keng ehf. um umrætt svæði.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Niðurstaða þessa fundar
Frestað
Bókun fundar
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs um að fela starfsmönnum framkvæmdavsiðs að ganga frá leigusamningi við Keng ehf. um leigu hluta lands að Selá á Árskógsströnd eða 65,5 ha. af landi.
-
Umhverfis- og dreifbýlisráð - 10
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur starfsmönnum Framkvæmdasviðs að ganga frá leigusamningi við Ektaböð ehf. um leigu á umræddu landbúnaðarlandi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Niðurstaða þessa fundar
Frestað
Bókun fundar
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta erindinu.
-
Umhverfis- og dreifbýlisráð - 10
Umhverfis- og dreifbýlisráð veitir Framkvæmdasviði heimild til að ganga til samninga við knattspyrnudeild U.M.F.S. um niðurrif á gömlum girðingum ef það rýmist innan fjárheimilda að sumri loknu.
Smþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs um að heimila framkvæmdasviði að ganga til samninga við knattspyrndudeild UMFS um niðurrif á gömlum girðingum ef það er svigrúm inna heimilda í fjárhagsáætlun að sumri loknu.
-
Umhverfis- og dreifbýlisráð - 10
Umhverfis- og dreifbýlisráð gerir ekki athugasemdir við framlögð samningsdrög við Umhverfisstofnun.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs og gerir ekki athugasemdir við framlögð samningsdrög til þriggja ára um refaveiðar frá Umhverfisstofnun.