Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, og Haukur Guðjónsson, verkstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar kl. 14:04.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Leikfélagi Dalvíkur, dagsett þann 4. mars 2024, þar sem fram kemur að félagið hefur verið að lenda í stíflum og vandræðum með salernin niðri í kjallara í búningsaðstöðu. Fram kemur að Leikfélagið er með hugmyndir varðandi að setja upp salerni og þá með aðgengi fyrir fatlaða.
Helga Íris og Haukur gerðu grein fyrir að þetta er viðhaldsmál sem er í ferli hjá Eigna- og framkvæmdadeild. Lögnin sem er frá þessu salerni liggur undir húsinu þannig að hugmyndir eru uppi að færa það á efri hæðina og leggja nýja lögn þaðan út úr húsi.
Á viðhalds- og fjárhagsáætlun 2024 þá eru kr. 300.000 á áætlun vegna Ungó sem er eyrnamerkt í ýmislegt viðhald. Nú þegar er búið að verja hluta af þessum peningum í neyðarlýsingu og annað. Unnið er að meta kostnaðinn við tilfærsluna en ljóst að ekki er gert ráð fyrir kostnaði sem þessum við tilfærslu á salerni í áætlunum 2024. Annað hvort er að sækja um viðauka fyrir verkinu eða setja það á dagskrá 2025. Þegar leiksýningar eru ekki í gangi þá er þetta salerni nánast ekkert notað. Ef salernið færi á efri hæðina þá væri hægt að gera það með aðgengi fyrir fatlaða.