Frá Markaðsstofu Norðurlands; Aðgerðaráætlun ferðaþjónustunnar í Samráðsgátt

Málsnúmer 202402146

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1099. fundur - 07.03.2024

Tekið fyrir erindi frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsett þann 28. febrúar sl., þar sem fram kemur að drög að þingsályktunartillögu um aðgerðaráætlun ferðaþjónustunnar eru nú komin í Samráðsgátt stjórnvalda: https://island.is/samradsgatt/mal/3702. Mikil vinna hefur verið lögð í áætlunina undanfarin misseri og eru sveitarfélögin hvött til að skoða tillöguna og senda inn umsagnir ef einhverju þarf að koma á framfæri. Verkefnið er opið til umsagna til 12. mars.
Lagt fram til kynningar.