Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi eftirfarandi upplýsingar:
"Samkvæmt Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar þá hefur byggðaráð umboð sveitarstjórnar að semja kjörskrá vegna almennra kosninga, fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurðar um ágreiningsmál sem upp kunna að koma fram að kjördegi.Samkvæmt nýjum kosningalögum þá þarf sveitarstjórn ekki lengur að staðfesta kjörskrá og þar af leiðandi þarf ekki lengur að undirrita kjörskrá þegar hún er lögð fram almenningi til sýnis. Jafnframt tekur núna Þjóðskrá Íslands við athugasemdum við kjörskrá.b) Ákvörðun sveitarstjórnar um fjölda kjördeilda og kjörstaði vegna kosninga til sveitarstjórnar 14. maí 2022, sbr. 11. gr. III. kafla laga um kosningar nr. 112 frá 25. júní 2021 og sbr. 78 gr. X III. kafla sömu laga um kosningar til sveitarstjórna, með síðari breytingum.Sbr. 11. og 78. gr. laga um kosningar til sveitarstjórnar nr. 112 frá 25. júní 2021 með síðari breytingum samþykkir sveitarstjórn eina kjördeild í Dalvíkurbyggð og verður hún í Dalvíkurskóla, líkt og verið hefur undanfarnar kosningar. "
Einnig fylgdu með leiðbeiningar til sveitarstjórna um meðferð kjörskrár vegna sveitarstjórnarkosninga þann 14. maí nk. frá Þjóðskrá Íslands. Kjörskrá miðast við skráningu lögheimilis í þjóðskrá 38 dögum fyrir kjördag þann 6. apríl 2022.Athugasemdum við kjörskrá skal beint til Þjóðskrár sem tekur þær til meðferðar. Kjörskrá skal liggja frammi almenningi til sýnis á skrifstofum sveitarfélaga eða öðrum hentugum stað eigi síðar en 21 degi fyrir kjördag. Á kjörskrá í Dalvíkurbyggð eru alls 1.437.
Sjá auglýsingu um framlagingu kjörskráar á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.
https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir-1/category/1/sveitarstjornarkosningar-i-dalvikurbyggd-14-mai-2022
Lagt fram til kynningar.