Á 936. fundi byggðaráðs þann 5. mars 2020 var eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti samhljóða, á fundi sínum 29. nóvember 2019, að fela sveitarstjóra að leita eftir láni hjá Lánasjóði sveitarfélaga, fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar skv. fjárhagsáætlun 2019, að upphæð 90 milljónir króna. Í lok janúar 2020 komu upplýsingar frá Lánasjóðnum um að umsókn Dalvíkurbyggðar hefði verið samþykkt og fylgdi lánssamningur með fundarboði byggðaráðs. Þar sem lántakan náðist ekki inn á árið 2019 þarf viðauka við fjárhagsáætlun 2020 upp á 90 miljónir króna til hækkunar langtímaskulda Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar, deild 42500. Fjárhæðin kemur til hækkunar á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 11 við fjárhagsáætlun 2020, vegna lántöku Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar, deild 42500, 90 miljónir króna. Fjárhæðin komi til hækkunar á handbæru fé. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi lánssamning og vísar honum til afgreiðslu í sveitarstjórn."
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir