Á 889. fundi byggðaráðs þann 6. desember 2018 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, rafbréf dagsett þann 4. desember 2018, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið fari yfir og endurnýji kjarasamningsumboð sitt til samræmis við núverandi stöðu og sendi kjarasviði Sambandsins fyrir 20. janúar 2019.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela ráðningarnefnd að yfirfara kjarasamningsumboðið og leggja fyrir byggðaráð til afgreiðslu. "
Með fundarboði fylgdi yfirlit af vef Sambandsins yfir umboð miðað við júní 2018.
Ráðningarnefnd hefur yfirfarið kjarasamningsumboðið og eina breytingin sem gera þarf er að bæta Starfsmannafélagi Fjallabyggðar á listann undir bæjarstarfsmannafélög.