Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Umboð til kjarasamningsgerða

Málsnúmer 201812010

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 889. fundur - 06.12.2018

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, rafbréf dagsett þann 4. desember 2018, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið fari yfir og endurnýji kjarasamningsumboð sitt til samræmis við núverandi stöðu og sendi kjarasviði Sambandsins fyrir 20. janúar 2019.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela ráðningarnefnd að yfirfara kjarasamningsumboðið og leggja fyrir byggðaráð til afgreiðslu.

Byggðaráð - 892. fundur - 10.01.2019

Á 889. fundi byggðaráðs þann 6. desember 2018 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, rafbréf dagsett þann 4. desember 2018, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið fari yfir og endurnýji kjarasamningsumboð sitt til samræmis við núverandi stöðu og sendi kjarasviði Sambandsins fyrir 20. janúar 2019.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela ráðningarnefnd að yfirfara kjarasamningsumboðið og leggja fyrir byggðaráð til afgreiðslu. "

Með fundarboði fylgdi yfirlit af vef Sambandsins yfir umboð miðað við júní 2018.

Ráðningarnefnd hefur yfirfarið kjarasamningsumboðið og eina breytingin sem gera þarf er að bæta Starfsmannafélagi Fjallabyggðar á listann undir bæjarstarfsmannafélög.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum meðfylgjandi kjarasamningsumboð með þeirri tillögu að breytingu að Starfsmannafélagi Fjallabyggðar sé bætt við kjarasamningsumboðið og vísar tillögu sinni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Byggðaráð - 912. fundur - 11.07.2019

a)Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 2.júlí 2019, er varðar endurskoðun viðræðuáætlana við stéttarfélög sem eru í kjaraviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga og eingreiðslur.


b) Tekið fyrir erindi frá Einingu-Iðju, dagsett þann 1. júlí 2019, þar sem Eining-Iðja fer fram á að sveitarfélögin við Eyjafjörð greiði starfsmönnum sínum sem starfa eftir samningi SGS kr. 105.000 eingreiðslu þann 1. ágúst n.k. miðað við 100% starf þann 1. júní s.l. og hlutfallslega fyrir lægra stöðuhlutfall.


a) Lagt fram til kynningar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi frá Einingu-Iðju. Kjarasamningsumboð Dalvíkurbyggðar er hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélagið er ekki að koma að kjaraviðræðum.