Á fundi félagsmálaráðs 18. september 2018, 221. fundi ráðsins var tekið fyrir erindi frá hjúkrunarframkvæmdastjóra Dalbæjar beiðni um framlag til bílakaupa eftir að byggðaráð hafði vísað erindinu til ráðsins. Þar var bókað: Félagsmálaráð leggur til að byggðaráð samþykki styrk til bílakaupa til Dalbæjar með þeim rökum að með nýjum lögum er aukin þörf á slíkum bíl til ferðaþjónustu fatlaðra í sveitarfélaginu. Við leggjum til að gerður verði þjónustusamningur um samnýtingu bifreiðarinnar milli Dalbæjar og félagsmálasviðs. Við leggjum til að styrkurinn verði í hlutfalli við áætlaða nýtingu sviðsins á bifreiðinni. Í framhaldi af þessari bókun var erindið tekið fyrir í byggðaráði og sveitarstjóra og félagsmálastjóra falið að gera drög að samningi við Dalbæ. Samningsdrög voru gerð með hjúkrunarforstjóra sem tekin eru hér með fyrir.