Frá foreldrum fatlaðra ungmenna í Dalvíkurbyggð; Ósk um tímasetta áætlun búsetuúrræða og atvinnumála fatlaðra einstaklinga í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201704097

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 819. fundur - 27.04.2017

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðstjóri félagsmálasviðs, kl. 14:15.





Tekið fyrir erindi frá foreldrum fatlaðra ungmenna í Dalvíkurbyggð, dagsett þann 23. apríl 2017, þar sem þess er farið á leit við byggðaráð að sett verið fram hið fyrsta tímasett áætlun um hvernig sveitarfélagið hyggst mæta búsetuþörf fatlaðra ungmenna í byggðarlaginu. Óskað er eftir að tímasett áætlun verði tilbúin fyrir fjárhagsáætlunargerð 2018 og að foreldrum fatlaðra ungmenna veðri gert kleift að koma að þeirri áætlun.



Einnig er þess farið á leit við byggðaráð að sveitarfélagið fari í fararbroddi fyrir atvinnurekendur í byggðarlaginu með því að sýna fordæmi og greiða götur fatlaðra ungmenna í atvinnuleit í byggðarlaginu.



Til umræðu ofangreint.



Á fjárhagsáætlun 2017 er gert ráð fyrir kr. 20.000.000 á fjárhagsáætlun Eignasjóðs vegna hönnunar og undirbúnings fyrir byggingu á íbúðum fyrir fatlað fólk í Dalvíkurbyggð.

Sviðsstjóri félagsmálasviðs gerði grein fyrir stöðu mála hvað varðar vinnu vinnuhóps um ofangreint verkefni til að mæta búsetuþörf fatlaðs fólks í Dalvíkurbyggð en í þeim vinnuhópi eru sveitarstjóri, sviðsstjórar félagsmálasviðs og umhverfis- og tæknisviðs.



Eyrún vék af fundi kl. 14:41
Byggðaráð þakkar foreldrum fatlaðra ungmenna fyrir erindið. Sveitarfélagið hefur nú þegar hafið vinnu við þarfagreiningu og vinnan við verkefnið um búsetuþörf fatlaðs fólks er í farvegi. Byggðaráð mun fá vinnuhóp um búsetuúrræði á sinn fund þar sem næstu skref í vinnunni verða tímasett og hún formgerð. Markmiðið er að það verði komin drög að áætlun fyrir næstu fjárhagsáætlunargerð.



Varðandi atvinnu fyrir fötluð ungmenni í byggðarlaginu þá hefur sveitarfélagið sýnt gott fordæmi og vilji er til að gera enn betur og fá fleiri fyrirtæki og atvinnurekendur í sveitarfélaginu með í lið.

Byggðaráð - 821. fundur - 11.05.2017

Á 819. fundi byggðaráðs þann 27. apríl 2017 var eftirfarandi bókað:

"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðstjóri félagsmálasviðs, kl. 14:15. Tekið fyrir erindi frá foreldrum fatlaðra ungmenna í Dalvíkurbyggð, dagsett þann 23. apríl 2017, þar sem þess er farið á leit við byggðaráð að sett verið fram hið fyrsta tímasett áætlun um hvernig sveitarfélagið hyggst mæta búsetuþörf fatlaðra ungmenna í byggðarlaginu. Óskað er eftir að tímasett áætlun verði tilbúin fyrir fjárhagsáætlunargerð 2018 og að foreldrum fatlaðra ungmenna veðri gert kleift að koma að þeirri áætlun. Einnig er þess farið á leit við byggðaráð að sveitarfélagið fari í fararbroddi fyrir atvinnurekendur í byggðarlaginu með því að sýna fordæmi og greiða götur fatlaðra ungmenna í atvinnuleit í byggðarlaginu. Til umræðu ofangreint. Á fjárhagsáætlun 2017 er gert ráð fyrir kr. 20.000.000 á fjárhagsáætlun Eignasjóðs vegna hönnunar og undirbúnings fyrir byggingu á íbúðum fyrir fatlað fólk í Dalvíkurbyggð. Sviðsstjóri félagsmálasviðs gerði grein fyrir stöðu mála hvað varðar vinnu vinnuhóps um ofangreint verkefni til að mæta búsetuþörf fatlaðs fólks í Dalvíkurbyggð en í þeim vinnuhópi eru sveitarstjóri, sviðsstjórar félagsmálasviðs og umhverfis- og tæknisviðs. Eyrún vék af fundi kl. 14:41

Byggðaráð þakkar foreldrum fatlaðra ungmenna fyrir erindið. Sveitarfélagið hefur nú þegar hafið vinnu við þarfagreiningu og vinnan við verkefnið um búsetuþörf fatlaðs fólks er í farvegi. Byggðaráð mun fá vinnuhóp um búsetuúrræði á sinn fund þar sem næstu skref í vinnunni verða tímasett og hún formgerð. Markmiðið er að það verði komin drög að áætlun fyrir næstu fjárhagsáætlunargerð. Varðandi atvinnu fyrir fötluð ungmenni í byggðarlaginu þá hefur sveitarfélagið sýnt gott fordæmi og vilji er til að gera enn betur og fá fleiri fyrirtæki og atvinnurekendur í sveitarfélaginu með í lið. "
Lagt fram til kynningar.