Tekin fyrir tillaga að Velferðarstefnu Dalvíkurbyggðar frá stýrihópi og rýnihópi sem yrði þá hluti af Mannauðsstefnu Dalvíkurbyggðar.
Stýrihópurinn; Launafulltrúi, leikskólastjóri Krílakots, skólastjóri Dalvíkurskóla, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Rýnihópurinn;
Veitu- og hafnasvið; Þorsteinn K. Björnsson.
Dalvíkurskóli; Lovísa María Sigurgeirsdóttir.
Árskógarskóli; Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
Félagsmálasvið; Eyrún Rafnsdóttir.
Leikskólinn Krílakot; Katrín Sif Ingvarsdóttir.
Umhverfis- og tæknisvið; Ingvar Kristinsson.
Tónlistarskólinn á Tröllaskaga; Magnús Guðmundur Ólafsson.
Íþrótta- og æskulýðsmál; Gísli Rúnar Gylfason.
Tilgangur Velferðarstefnunnar er:
"Fjarvistir tengjast heilsu og líðan starfsmanna og þeim kröfum sem gerðar eru á mismunandi vinnustöðum og störfum. Gott skipulag á vinnustað, öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi, auk meðvitaðrar stjórnunar fjarvista og stuðnings við endurkomu til vinnu eftir veikindi og slys, hafa áhrif á fjarveru frá vinnu. Slík stefna og skráning fjarvista, ásamt almennri umræðu um fjarvistir er mikilvæg til að stuðla að velferð einstaklingsins og vinnustaðarins."