Meistararitgerð

Málsnúmer 201506038

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 189. fundur - 09.06.2015

Félagsmálastjóri lagði fram erindi sem barst með rafpósti dags. frá Vöku Hafþórsdóttur þar sem hún er að bjóða meistararitgerð sína í lögfræði við Háskóla Íslands til sölu. Ritgerðin ber heitið "í upphafi skyldi endinn skoða. Heimildir og skyldur barnaverndar til afskipta af ófæddum börnum á grundvelli barnaverndarlaga nr. 80/2002". Markmið ritgerðarinnar er að rannsaka heimildir og skyldur barnaverndarnefnda til afskipta af ófæddum börnum. Í ritgerðinni er rannsakað hvað barnaverndarnefndir geta gert þegar þunguð kona stofnar heilsu og lífi ófædds barns síns í hættu og hversu langt barnaverndarnefndir geta gengið í úrræðum sínum án þess að brjóta gegn friðhelgi einkalífs hinnar þunguðu konu.

Verð ritgerðarinnar er 17.000 kr. fyrir rafrænt eintak en 22.000 kr. fyrir prentað eintak.
Félagsmálaráð hafnar erindinu.