Allraheill

Málsnúmer 201504119

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 188. fundur - 05.05.2015

Bréf barst dags. 21. apríl 2015 frá Barnahreyfingu IOGT á Íslandi þar sem fram kemur að IOGT taki skýra afstöðu gegn frumvarpi um frjálsa sölu áfengis og óskar eftir því að þau samtök, félög og hreyfingar sem vinna með einum eða öðrum hætti að hagsmunum barna og ungmenna geri slíkt hið sama. Það er stefna þeirra að vernda hag barna gegn óæskilegum utanaðkomandi áhrifum sem gætu haft áhrif á líf þeirra.

Minnt er á að samkvæmt 3. gr. barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna beri að setja hagsmuni barna í forgang þegar teknar eru ákvarðanir sem hafa áhrif á börn með einum eða öðrum hætti. Hagsmunir barna af því að njóta verndar gegn skaðlegum áhrifum áfengis eiga því að vega þyngra en hugsanlegir hagsmunir fullorðinna af því að geta keypt áfengi í almennum verslunum.

Barnahreyfingin IOGT óskar eftir að stjórnir samtaka, félaga og hreyfinga til að hvetja sína félagsmenn til að taka þátt í undirskriftarátaki IOGT á netinu www.allraheill.is

Lagt fram til kynningar