Fjárfesting og lántaka; Golfhermir

Málsnúmer 201504056

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 67. fundur - 21.04.2015

Undir þessum lið sat Gísli Bjarnason formaður Golfklúbbsins Hamars fundinn.



Farið var yfir kaup Golfklúbbsins á nýjum Golfhermi en kostnaðurinn við hann nam um kr. 2.000.000. Golfklúbburinn tók lán hjá Lýsingu fyrir 70% af kaupverðinu. Vonir standa til að auknar tekjur vegna notkunar á honum standi undir afborgunum af lánunum.



Íþrótta- og æskulýðsráð minnir á að íþróttafélögum er ekki heimilt að skuldsetja sig án vitundar og samþykkis sveitarfélagsins og vísar þessu til frekari umræðu á vorfundi ráðsins og íþróttafélaganna.