Undir þessum lið var mættur til fundarins Árni Sveinn Sigurðsson, verkfræðingur, starfsmaður Eflu, verkfræðistofu. Árni Sveinn kynnti útreikninga á samanburði á orkuverði og rúmmetraverði heita vatnsins í Dalvíkurbyggð. Fram kom að miðað við að halda heildartekjum hitaveitunnar sambærilegum er útreiknað orkuverð 2,30kr/kwst miðað við að viðmiðunarhitastig orkumælis sé 25°C.
Á fundinum var tekin fyrir gjaldskrá hitaveitunnar sem gildi tekur 1. janúar 2015. Þær breytingar eru helstar að hún hefur tekið breytingum byggingarvísitölu september 2013 til september 2014. Breytingin er 1,85%. Einnig er kominn nýr gjaldaliður þar sem viðskiptavinir greiða fyrir orkunotkun kr/kwst. í stað m3. Einnig verður fjölgað gjaldflokkum mælaleigu þar sem gjaldið miðast við stærð mæla og kostnað við hvern stærðarflokk.