Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 926

Málsnúmer 1910013F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 317. fundur - 31.10.2019

Til afgreiðslu:
7. liður
9. liður
10. liður
Liðir 4, 5, 6, 11 og 12 eru sér liðir á dagskrá.
  • .1 201910140 Trúnaðarmál
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 926 Bókað í trúnaðarmálabók
  • .2 201812026 Trúnaðarmál
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 926 Bókað í trúnaðarmálabók.
  • .3 201812028 Trúnaðarmál
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 926 Bókað í trúnaðarmálabók.
  • Frá sveitarstjóra; leiðrétting viðauka vegna heilsueflandi samfélag.

    Á 903. fundi byggðaráðs var tekið fyrir erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 3. apríl 2019, þar sem óskað var eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 876.053 vegna fundaþóknana stýrihóps um Heilsueflandi samfélag, deild 06030. Lagt var til að viðaukanum yrði mætt af lið 06030-4915 þannig að nettó áhrifin eru 0.
    Óskað er eftir leiðréttingu á viðauka þar sem fjárhæð færslu á milli liða hafi átt að vera kr. 326.520.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 926 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda leiðréttingu á viðauka vegna Heilsueflandi samfélags. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Frá sveitarstjóra; Viðauki vegna sölu Lokastígs 2 -201

    Á 912. fundi byggðaráðs var tekin fyrir sala á íbúð Lokastíg 2 -201 að fjárhæð kr. 16.200.00. Samhliða lá ekki fyrir tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2019 vegna meðferðar sölunnar.
    Óskað er eftir viðauka vegna söluhagnaðar í félagslegum íbúðum að fjárhæð kr. 11.838.048 og hækkunar á handbæru fé kr. 5.002.922. Viðauki nr. 32/2019.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 926 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 32/2019 við deild 57, vegna söluhagnaðar í félagslegum íbúðum að fjárhæð kr. 11.838.048 og hækkunar á handbæru fé kr. 5.002.922. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Tekin fyrir beiðni um viðauka frá sveitarstjóra vegna tekjujöfnunarframlags frá Jöfnunarsjóði 2019 að upphæð 41.341.356 kr. Viðaukinn er nr. 31/2019 og kemur til hækkunar tekna á lið 00100-0111, á móti til hækkunar á eigin fé. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 926 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 31/2019, liður 00100-0111 að upphæð kr. 41.341.356 vegna tekjujöfnunarframlags frá Jöfnunarsjóði, á móti kemur hækkun á eigin fé. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, dagsettur 21. október 2019, fundarboð á aukaaðalfund félagsins sem verður haldinn mánudaginn 18. nóvember nk. í Dalvíkurbyggð.

    Á dagskrá aukaaðalfundarins er tillaga stjórnar um flutning á starfsemi félagsins yfir í nýtt félag, sbr. niðurstöðu aðalfundar Eyþings sem haldinn verður þann 15. nóvember nk. Einnig umræða um næstu skref varðandi Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar.

    Til umræðu.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 926 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitarstjóri fari með umboð Dalvíkurbyggðar á aukaaðalfundi AFE þann 15. nóvember nk. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekið fyrir bréf frá Umboðsmanni barna, dagsett 18. október 2019, boð á barnaþing sem haldið verður í Reykjavík 21. - 22. nóvember nk.

    Barnaþingið er haldið í fyrsta skiptið í ár og er fjölbreyttum hópi barna boðið til þingsins, alþingismönnum, fulltrúum stofnana ríkis og sveitarfélaga, auk fulltrúa aðila vinnumarkaðarins og frjálsra félagasamtaka sem koma að málefnum barna.

    Skráningarfrestur á þingið er til 28. október nk.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 926 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsett 23. október 2019. Þar sem samningur Markaðsstofunnar við sveitarfélagið rennur út nú um áramót er þess farið á leit að samningurinn verði endurnýjaður til tveggja ára eða til ársloka 2021. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 926 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ganga frá samningi við Markaðsstofu Norðurlands til tveggja ára eða til ársloka 2021. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið kl. 13:40.

    Á heimasíðu Fiskistofu kemur fram að innan tíðar má vænta þess að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsi hvernig byggðakvóti fiskveiðiársins 2019/2020 skiptist milli byggðarlaga og þá verður auglýst eftir umsóknum um úthlutun til einstakra skipa eftir því sem reglur einstakra byggðarlaga verða samþykktar. Fiskistofa vekur athygli útgerða á því að stofnunin hyggst fylgja reglum um byggðakvótann eftir með öðrum hætti framvegis en áður hefur tíðkast. Það er því mikilvægt að kynna sér leiðbeiningar um breytta framkvæmd.

    Farið yfir málið og mikilvægi þess að aðlaga reglur Dalvíkurbyggðar að breyttri framkvæmd.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 926 Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu máli til Atvinnumála- og kynningarráðs.

    Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sækja um byggðakvóta fyrir kvótaárið 2019-2020 þegar auglýst verður eftir umsóknum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók Guðmundur St. Jónsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi kl. 16:34.
    Katrín Sigurjónsdóttir.
    Gunnþór E. Gunnþórsson.
    Fleiri tóku ekki til máls.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

    Guðmundur kom aftur inn á fundinn kl. 16:35.
  • Guðmundur St. Jónsson kom aftur inn á fund kl. 13:49.

    Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi tillaga að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2019. Helstu niðurstöður eru:

    Rekstrarniðurstaða A-hluta er jákvæð um 16,6 m.kr. (var 65,7 m.kr.) en þar af er Aðalsjóður neikvæður um 58.1 m.kr (var 12,7 m.kr.).
    Rekstrarniðurstaða B-hluta er jákvæð um 55,5 m.kr. (var 70 m.kr.).
    Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta samtals er jákvæð um 54,8 m.kr. (var 118,6 m.kr.).
    Áætlaðar fjárfestingar eru samtals um 330,9 m.kr (voru 346,9 m.kr.).

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 926 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2019 með þeim viðaukum sem gerðir hafa verið og áorðnum breytingum á fjárhagsáætluninni. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir umfjöllun um málefni Golfklúbbsins Hamars.

    Lokayfirferð yfir framkvæmdir, fjárfestingar, búnaðarlista og viðhaldsliði fjárhagsáætlunar. Tekinn saman listi með athugasemdum byggðaráðs. Endurskoðandi hefur tekið frá tíma á mánudag til að setja upp fjárhagslíkan eftir athugasemdir. Því liggur fyrir tillaga um að fresta fundi sveitarstjórnar og fyrri umræðu til fimmtudagsins 31. október kl. 16:15.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 926 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að næsti fundur sveitarstjórnar verði fimmtudaginn 31. október kl. 16:15.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022 með áorðnum breytingum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis , dagsettur 15. október 2019, en umhverfis- og samgöngunefnd er með til umsagnar í samráðsgátt tillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019-2023, 148. mál.

    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 5. nóvember nk.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 926 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur 22. október 2019, þar sem Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um jarðalög (forkaupsréttur sveitarfélaga), 29. mál.

    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 5. nóvember nk.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 926 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur 22. október 2019, þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum,nr. 138/2011 (íbúakosningar um einstök mál), 49. mál.

    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 5. nóvember nk.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 926 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.