Til afgreiðslu
1. liður
3. liður
8. liður
Liðir 7 og 10 eru sér liðir á dagskrá.
-
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 919
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, Jón Ingi Sveinsson, Dagbjört Sigurpálsdóttir og sveitarstjóri sæki fundinn.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
-
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 919
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa erindinu til Atvinnumála- og kynningarráðs og upplýsingafulltrúa.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 919
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að kostnaður vegna fornleifaskráningar í Böggvisstaðafjalli fari á 09240, aðalskipulag, og komi til framkvæmda á árinu 2019. Gert sé ráð fyrir kostnaði við fornleifaskráningu í sumarbústaðabyggðinni að Hamri á næsta fjárhagsári.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
-
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 919
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela slökkviliðsstjóra að vinna áfram í málinu. Einnig samþykkir byggðaráð að fara í heimsókn á Slökkvistöð Dalvíkur og skoða búnað og aðstæður.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 919
a) Byggðaráð þakkar launafulltrúa fyrir yfirferðina.
b) Byggðaráð samþykkir að aukafundir vegna vinnu við fjárhagsáætlun verði sem hér segir:
7. október kl. 16:00
8. október kl. 16:00
9. október kl. 16:00
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 919
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að taka saman heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2019 svo að hann fari fyrir næsta fund sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 919
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan viðauka við deild 21010, fjármála- og stjórnsýslusvið, sérfræðiþjónusta, að upphæð kr. 2.610.000, viðauki nr. 28/2019.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
-
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 919
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að í starfs- og fjárhagsáætlun 2020 verði hafin vinna að stefnumörkun sveitarfélagsins vegna Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
-
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 919
Bókað í trúnaðarmálabók
-
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 919
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum launaviðauka við deild 04210, Dalvíkurskóla, að upphæð kr. 2.600.697 skv. ofangreindu erindi. Viðauki nr. 29/2019, viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðaráð frestar viðaukabeiðni vegna kaupa á tölvum, prentara og hugbúnaði og óskar eftir nánari upplýsingum frá skólastjóra Dalvíkurskóla og tölvuumsjónarmanni um nýtingu tölvubúnaðarins sem fyrir er ásamt framtíðarsýn um notkun tölvutækni í skólastarfi og þróun kennsluhátta.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
-
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 919
Byggðaráð þakkar Soffíu fyrir góða kynningu. Byggðaráð felur sveitarstjóra og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram og koma síðar á fund ráðsins með frekari upplýsingar.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Liðir 7 og 10 eru sér liðir á dagskrá. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.