Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 891, frá 20.12.2018

Málsnúmer 1812011F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 309. fundur - 15.01.2019

Til afgreiðslu:
7. liður.
  • .1 201812066 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 891
  • .2 201811146 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 891
  • Á 232. fundi fræðsluráðs þann 12.12.2018 var eftirfarandi bókað:
    "Ósk um ráðningu vegna stuðnings/sérkennslu í 62,5% stöðu við Kötlukot. Með fundarboði fylgdi minnisblað frá Jónínu Garðarsdóttur skólastjóra Árskógarskóla, niðurstaða ráðningarnefndar og fylgiskjal með minnisblaði bókað í trúnaðarmálabók.
    Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að vísa málinu til byggðaráðs í byrjun janúar 2019. Fræðsluráð þakkar öllum aðilum máls fyrir góða vinnu. "

    Á 308. fundi sveitarstjórnar þann 18. desember 2018 var samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum sú tillaga að vísa þessum til strax til byggðaráðs til umfjöllunar.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 891 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila skólastjóra Árskógarskóla að auglýsa sem fyrst á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga allt að 62,5% stöðugildi við Árskógarskóla tímabundið fram að lokun Kötlukots vori 2019. Óskað er eftir erindi frá Árskógarskóla sem fyrst um ráðningu og viðauka sem hægt væri að taka fyrir í byggðaráði í upphafi nýs ár. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 13. desember 2018, þar sem fram kemur hvatnig stjórnar Sambandsins um að sveitarstjórnir setji í samninga um opinber innkaup kröfur um keðjuábyrgð sem tryggi réttindi verkafólks og sporni gegn mögulegri misnotkun á erlendu vinnuafli.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 891 Byggðaráð tekur jákvætt í ofangreind tilmæli. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 13. desember 2018, þar sem Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi, 443. mál. Óskað er umsagnar eigi síðar en 14. janúar n.k.



    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 891 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 308. fundi sveitarstjórnar þann 18.12. 2018 var eftirfarandi vísað til byggðarráðs frá fundi menningarráðs þann 6. desember s.l.:
    "Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kynnti greinargerðir frá Leikfélagi Dalvíkur og Gísla,Eirík,Helga um afnot á Ungó 2018 til 2019.
    Lagt fram til kynningar. Sviðsstjóra falið að framlengja leigusamninga við Leikfélag Dalvíkur og Gísla,Eirík,Helga ehf. til eins árs."

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 891 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir fundi með menningarráði og Leikfélagi Dalvíkur til að ræða um afnot af Ungó. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Umhverfisstofnun, dagsett þann 10. desember 2018, þar sem óskað er tilnefningar frá Dalvíkurbyggð á einum fulltrúa í þriggja manna nefnd umsjónar með Friðlandi Svarfdæla. Forstjóri Umhverfisstofnunar skipar í nefndina og velur út tilnefningum. Einn fulltrúi er frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar og formaðurinn kemur frá Umhverfisstofnun. Tilnefningaraðili ber kostnað af setu fulltrúa sinna í nefndinni.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 891 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að tilnefna Val Þór Hilmarsson, umhverfisstjóra, sem fulltrúa Dalvíkurbyggðar í umsjónarnefnd með Friðlandi Svarfdæla. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um tilnefningu í umsjónarnefnd með Friðlandi Svarfdæla.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.