Menningarráð - 64, frá 21.09.2017

Málsnúmer 1709014F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 295. fundur - 17.10.2017

Til afgreiðslu:
6. liður.
  • Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður bóka- og héraðsskjalasafns Dalvíkurbyggðar kom inná fundinn sem gestur kl. 8:15

    Menningarráð tók fyrir fjárhagsramma 2018.
    Menningarráð - 64 Lagt er til að fjárhagsáætlun fyrir fyrir málaflokk 05 árið 2018 verði eftirfarandi:

    Sameiginlegur kostnaður - 3.000.000
    Menningarráð - 594.935
    Bókasafn - 30.528.739
    Héraðsskjalasafn - 11.460.605
    Hvoll Byggðasafn - 12.151.622
    Húsafriðun og fornminjar - 100.001
    Menningarhús - 23.138.623
    Félagsheimilið Árskógi - 5.401.575
    Hátíðahöld - 1.099.072
    Fiskidagurinn Mikli - 10.000.000
    Styrkir og framlög - 6.188.144

    Heildar fjárhagsáætlun er því kr. 103.663.316,- eða kr. 4.633.875,- umfram útgefinn fjárhagsramma 2018 fyrir málaflokk 05, sem er kr. 99.029.440,- Því er farið fram á hækkun á núverandi fjárhagsramma sem þessu nemur.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynnningar.
  • Menningarráð fór yfir fjárhagslega stöðuskýrslu fyrstu 8 mánuði þessa árs. Menningarráð - 64 Lögð fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu hvort auka þurfi við fjármuni þess sjóðs sem skilgreindur er til kaupa og viðhalds á listaverkum í eigu sveitarfélagsins. Menningarráð - 64 Menningarráð leggur til að forstöðumaður bóka- og héraðsskjalasafns leggi fram beiðni um fjárveitingu vegna kaupa á listaverki.

    Björk Hólm Þorsteinsdóttir vék af fundi kl. 09:50.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Ragnari Þ. Þóroddssyni, dagsettur þann 16. júlí 2017, þar sem vakin er athygli á listaverkasafni JSBrimars í eigu Dalvíkurbyggðar og því beint til sveitarfélagsins að það setji fjármagn í "Listasafn Dalvíkurbyggðar".

    Á 833. fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað:
    "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til menningarráðs til umfjöllunar og óskar eftir niðurstöðu ráðsins og tillögu til byggðaráðs að afgreiðslu."

    Menningarráð - 64 Menningarráð leggur til við byggðaráð að gert verði ráð fyrir fjármagni í skráningu í gegnum skráningarkerfið Sarp á öllum listaverkum í eigu Dalvíkurbyggðar í fjárhagsáætlanagerð fyrir árið 2018. Við skráningu á listaverkunum í Sarp verða þau betur aðgengileg fyrir almenning.

    Þá leggur menningarráð til við stjórn Menningarhússins Bergs ses. að í tilefni 90 ára afmælis JS Brimars þann 13. júní 2018 verði haldin sýning á verkum hans í eigu Dalvíkurbyggðar.

    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Degi Óskarssyni.

    Dagur Óskarsson
    Þverá í Skíðadal
    21. júní 2017

    Erindi til Menningarráðs og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar.

    (Ó.E. að verða fært til bókar)
    v. styrkveitinga úr Menningar- og viðurkenningarsjóði menningarráðs Dalvíkurbyggðar

    Mig langar að koma á framfæri athugasemd við eftirfarandi bókun Menningarráðs í fundargerð 63. fundar þann 08. júní 2017, þar sem erindi mínu er svarað svohljóðandi:

    „Menningarráð þakkar Degi Óskarssyni fyrir innsent erindi. Menningarráð bendir á að við úthlutun úr menningarsjóði hefur Menningarráð til hliðsjónar úthlutunarreglur Menningarsjóðs sem eru óháðar stefnuskrá sveitastjórnar. Menningarráð vill ítreka að hér er um áhugavert verkefni að ræða en að það falli ekki undir úthlutundarreglur Menningar og viðurkenningarsjóðs. Í ljósi þess sem fram kemur í innsendu erindi um stefnuskrá sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar leggur Menningarráð til að umsækjandi sæki beint um styrkveitingu til byggðarráðs.“

    Samkvæmt opinberum vinnureglum menningarráðs vegna úthlutunar styrkja af framlagi til menningarmála segir orðrétt:

    „5. gr. Við afgreiðslu umsókna um styrki úr sjóðnum og hverjir teljast styrkhæfir skal Menningarstefna Dalvíkurbyggðar höfð til hliðsjónar.“

    Mér þykir því einkennileg þversögn í áliti nefndar að afsala menningarstefnu Dalvíkurbyggðar út í vindinn og ganga í berhögg við 5. gr. vinnureglna menningarráðs vegna úthlutunar styrkja þar sem skýrt er á það kveðið að Menningarstefna Dalvíkurbyggðar skuli höfð til hliðsjónar. Til að setja hlutina í samhengi við síðasta erindi, sem varðar ósætti mitt við mat á hæfni/vanhæfni til úthlutunar styrkja þá vísaði ég beint í Menningarstefnu Dalvíkurbyggðar, en ekki í neitt sem kalla mætti stefnuskrá sveitastjórnar (mér ber að skilja að um ræði sama skjal í huga sviðsstjóra).

    Skjölin sem ég vísa til eru: „Vinnureglur menningarráðs vegna úthlutunar styrkja af framlagi til menningarmála“ og „Menningarstefna Dalvíkurbyggðar“(sem sviðsstjóri hefur bókað undir nafni „stefnuskrá sveitarstjórnar“). Bæði skjölin má nálgast í hlekkjum á heimasíðu Dalvíkurbyggðar og hvet ég nefndarmenn og sviðstjóra eindregið til að kynna sér þau vel.
    Kv.
    Dagur Ó
    Menningarráð - 64 Menningarráð hefur kynnt sér erindi bréfins og þakkar Degi Óskarssyni fyrir innsent erindi. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Menningarráð fór yfir drög að samningi um afnot, umráð og útleigu til Leikfélags Dalvíkur á Ungó. Menningarráð - 64 Menningarráð samþykkir framlögð drög að samningi með áorðnum breytingum. Niðurstaða þessa fundar Frestað Bókun fundar Til máls tóku:
    Bjarni Th. Bjarnason, sem leggur fram eftirfarandi tillögu:

    „Á síðasta fund byggðaráðs þann 12. október var samþykkt að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og sveitarstjóra að funda með forsvarsmönnum Leikfélags Dalvíkur og Gísla, Eiríks og Helga ehf. og ræða meðal annars nýtingu á Ungó og samningamál. Því er hér með lagt til að afgreiðslu sveitarstjórnar á drögum að samningi við Leikfélag Dalvíkur um afnot, umráð og útleigu á Ungó verði frestað til næsta fundar sveitarstjórnar sem og að fulltrúi úr menningaráði og fulltrúi úr byggðaráði sitji fundinn með sviðstjóra og sveitarstjóra.“

    Einnig tóku til máls:
    Guðmundur St. Jónsson.
    Valdemar Þór Viðarsson.
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
    Kristján Guðmundsson.
    Heiða Hilmarsdóttir.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Bjarna Th. Bjarnasonar.
  • Lagt fram til umræðu. Menningarráð - 64 Menningarráð tekur vel í hugmyndina og leggur til að sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs verði falið að útfæra hugmyndina í samræmi við umræður á fundinum og koma með tillögu á næsta fund menningarráðs.

    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.