Landbúnaðarráð - 104, frá 14.04.2016.
Málsnúmer 1604005
Vakta málsnúmer
-
Landbúnaðarráð - 104
Landbúnaðarráð gerir ekki athugasemdir við erindisbréfið með þeim áorðnu breytingum sem gerðar voru á fundinum. Sviðsstjóra falið að ræða við eiganda að Hálsi hvað varðar girðingarmál í Árskógsdeild.
-
Landbúnaðarráð - 104
Landbúnaðarráð getur ekki orðið við umbeðinni ósk um leigu á landi þar sem í gildi er samningur um óræktað land vestan Árgerðis sem ekki eru gild rök að segja upp.
-
Landbúnaðarráð - 104
Landbúnaðarráð leggur til að aukafjármagn sem lagt er til girðingarinnar verði nýtt til endurbyggingar, en innheimt gjald í fjallskilasjóð verði nýtt til viðhalds á þeirri girðingu sem fyrir er. Sviðsstjóra falið að gera drög að samningi við verktaka að undangenginni verðkönnun.
-
Landbúnaðarráð - 104
Ráðið fagnar endurgreiðslunni, en minnir á að enn eru stundaðar minkaveiðar í Dalvíkurbyggð.
-
Landbúnaðarráð - 104
Landbúnaðarráð samþykkir framlagðar reglur með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum. Sviðsstjóra falið að upplýsa þá veiðimenn sem fengið hafa greitt fyrir skott á undanförnum árum um þessar nýju reglur.
Bókun fundar
Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu.