Fræðsluráð - 203, frá 13.04.2016.
Málsnúmer 1604002
Vakta málsnúmer
-
Fræðsluráð - 203
Fræðsluráð þakkar Hlyni fyrir upplýsingarnar og samþykkir að álitsgerð verði skilað þann 22. apríl 2016.
-
Fræðsluráð - 203
Fræðsluráð samþykkir skóladagatölin eins og þau liggja fyrir.
Bókun fundar
Til máls tók:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:38.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum afgreiðslu fræðsluráðs, Gunnþór Eyfjörð tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
-
Fræðsluráð - 203
Lagt fram til kynningar. Læsisráðgjafar frá Menntamálastofnun munu byrja að vinna með grunnskólunum í Dalvíkurbyggð 11. og 12. ágúst og leikskólunum 16. september 2016.
Bókun fundar
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:39.
-
Fræðsluráð - 203
Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, kynnti stöðuna í vinnu hópsins. Fræðsluráð þakkar upplýsingarnar og ítrekar ánægju sína með vinnuna.
-
Fræðsluráð - 203
Lagt fram til kynningar. Fræðsluráð óskar Magneu Kristínu til hamingju með leyfið.
Bókun fundar
Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu.