Málsnúmer 201508010Vakta málsnúmer
Í bréfi frá Menntamálastofnun, dagsett 16. mars 2016, var tilkynnt um að niðurstaða greiningar á lesskilningshluta samræmdra prófa í íslensku meðal 10. bekkja grunnskóla landsins liggi nú fyrir. Einnig að þær hafi verið sendar viðkomandi skólastjórum ásamt forspá um frammisstöðu á næstu árum. Sú spá er gerð út frá frammistöðu yngri nemenda á samræmdum prófum í 4. og 7. bekk. Jafnframt óskar Menntamálstofnun eftir að gögnin verði notuð til að styðja við lestur og lestrarkennslu og minnir á að starfsfólk Menntamálastofnunar verði til taks við að aðstoða skólana til að nemendur nái sem bestum árangri.
Gísli upplýsti ráðið um niðurstöðuna í Dalvíkurbyggð og er þróunin jákvæð. Samkvæmt Þjóðarsáttmála um læsi er markmið að árið 2018 geti a.m.k. 90% barna í 10. bekk lesið sér til gagns.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla, sat fundinn undir liðum 1, 2 og 3. Drífa Þórarinsdóttir, skólastjóri Krílakots og Kátakots, Silvia Grettisdóttir, fulltrúi starfsmanna leikskólann sátu fundinn undir lið 2, Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla og Matthildur Matthíasdóttir, fulltrúi starfsmanna grunnskólanna, sátu fundinn undir liðum 2, 3, 4, og 5.
Freyr Antonsson, fulltrúi foreldra leikskólabarna mætti ekki og enginn kom í hans stað. Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar tilkynnti veikindi og enginn kom í hans stað.