Fræðsluráð

203. fundur 13. apríl 2016 kl. 08:15 - 10:20 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Lilja Björk Ólafsdóttir formaður
  • Felix Rafn Felixson Aðalmaður
  • Auður Helgadóttir Aðalmaður
  • Steinunn Jóhannsdóttir varaformaður
  • Þórunn Andrésdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Dóróþea Reimarsdóttir starfsmaður
Dagskrá
Valdimar Þór Viðarsson boðaði forföll og sat Þórunn Andrésdóttir fundinn í hans stað.

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla, sat fundinn undir liðum 1, 2 og 3. Drífa Þórarinsdóttir, skólastjóri Krílakots og Kátakots, Silvia Grettisdóttir, fulltrúi starfsmanna leikskólann sátu fundinn undir lið 2, Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla og Matthildur Matthíasdóttir, fulltrúi starfsmanna grunnskólanna, sátu fundinn undir liðum 2, 3, 4, og 5.

Freyr Antonsson, fulltrúi foreldra leikskólabarna mætti ekki og enginn kom í hans stað. Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar tilkynnti veikindi og enginn kom í hans stað.

1.Skólastarf í Árskógi

Málsnúmer 201512115Vakta málsnúmer

Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, gerði grein fyrir fyrirhuguðum íbúafundi sem vinnuhópurinn um eflingu og framtíð Árskógarskóla og starfsemi í Árskógi stendur að 14. apríl n.k. og þeirri vinnu sem fram hefur farið í vinnuhópnum. Jafnframt óskaði hann eftir að skilafrestur á álitsgerð vinnuhópsins verði framlengdur til 22. apríl n.k.
Fræðsluráð þakkar Hlyni fyrir upplýsingarnar og samþykkir að álitsgerð verði skilað þann 22. apríl 2016.
Drífa, Silvia, Matthildur og Gísli komu til fundar klukkan 8:45

2.Skóladagatöl 2016-2017

Málsnúmer 201603020Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu endanlegar tillögur að skóladagatölum Árskógarskóla, Dalvíkurskóla, Krílakots og Tónlistarskóla fyrir skóláárið 2016-2017. Skóladagatölin eru samræmd að svo miklu leyti sem hægt er og samráð var einnig haft við skólana í Fjallabyggð.
Fræðsluráð samþykkir skóladagatölin eins og þau liggja fyrir.
Drífa og Silvia fóru af fundi klukkan 9:20

3.Upplýsingar frá Menntamálastofnun

Málsnúmer 201508010Vakta málsnúmer

Í bréfi frá Menntamálastofnun, dagsett 16. mars 2016, var tilkynnt um að niðurstaða greiningar á lesskilningshluta samræmdra prófa í íslensku meðal 10. bekkja grunnskóla landsins liggi nú fyrir. Einnig að þær hafi verið sendar viðkomandi skólastjórum ásamt forspá um frammisstöðu á næstu árum. Sú spá er gerð út frá frammistöðu yngri nemenda á samræmdum prófum í 4. og 7. bekk. Jafnframt óskar Menntamálstofnun eftir að gögnin verði notuð til að styðja við lestur og lestrarkennslu og minnir á að starfsfólk Menntamálastofnunar verði til taks við að aðstoða skólana til að nemendur nái sem bestum árangri.

Gísli upplýsti ráðið um niðurstöðuna í Dalvíkurbyggð og er þróunin jákvæð. Samkvæmt Þjóðarsáttmála um læsi er markmið að árið 2018 geti a.m.k. 90% barna í 10. bekk lesið sér til gagns.
Lagt fram til kynningar. Læsisráðgjafar frá Menntamálastofnun munu byrja að vinna með grunnskólunum í Dalvíkurbyggð 11. og 12. ágúst og leikskólunum 16. september 2016.
Gunnþór fór af fundi klukkan 9:35

4.Námsárangur

Málsnúmer 201503209Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu fundargerðir 18., 19. og 20. fundar vinnuhóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla.
Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, kynnti stöðuna í vinnu hópsins. Fræðsluráð þakkar upplýsingarnar og ítrekar ánægju sína með vinnuna.

5.Námsleyfi kennara

Málsnúmer 201603132Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 30. mars, þar sem tilkynnt var um að Magneu Kristínu Helgadóttur, kennara við Dalvíkurskóla, hafi verið úthlutað námsleyfi skólaárið 2016 - 2017.
Lagt fram til kynningar. Fræðsluráð óskar Magneu Kristínu til hamingju með leyfið.

Hlynur, Gísli og Matthildur fóru af fundi klukkan 9:50

Fundi slitið - kl. 10:20.

Nefndarmenn
  • Lilja Björk Ólafsdóttir formaður
  • Felix Rafn Felixson Aðalmaður
  • Auður Helgadóttir Aðalmaður
  • Steinunn Jóhannsdóttir varaformaður
  • Þórunn Andrésdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Dóróþea Reimarsdóttir starfsmaður