Málsnúmer 201809016Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi frá Kóngsstöðum ehf., bréf dagsett þann 1. september 2018, þar sem óskað er eftir að vegurinn sem liggur um hlaðið á Kóngsstöðum í Stekkjarhús verði færður frá bænum vegna vaxandi umferðarþunga.
Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs kemur fram að umræddur vegur er hluti af vegslóða inn á Sveinsstaðarafrétt og fellur því undir þær framkvæmdir sem sótt hefur verið um styrk úr styrkvegasjóði Vegagerðarinnar af landbúnaðarráði.
Á 876. fundi byggðarráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs til umfjöllunar og óskar eftir rökstuddri tillögu að afgreiðslu.
Á 310. fundi umhverfisráð var eftirfarandi bókað.
Þar sem umhverfisráð hefur ekki séð um tillögur vegna umsókna í styrkvegasjóð er erindinu vísað áfram til landbúnaðarráðs.
Samþykkt með fimm atkvæðum