Landbúnaðarráð

113. fundur 14. september 2017 kl. 10:15 - 13:20 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Freyr Antonsson Varaformaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Ottó B Jakobsson Varamaður
  • Kristinn Ingi Valsson varamaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Gunnsteinn Þorgilsson boðaði forföll og í hans stað mætti Ottó B Jakobsson. Guðrún Anna Óskarsdóttir boðaði einnig forföll og í hennar stað mætti Kristinn Ingi Valsson.
Undir þessu lið kom á fund landbúnaðarráðs Guðröður Ágússon kl. 10:15

1.Umsókn um búfjárleyfi

Málsnúmer 201709065Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 4. september 2017 óskar Freydís Dana Sigurðardóttir eftir búfjarleyfi fyrir 30-35 hross samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Guðröður vék af fundi kl. 10:35
Freyr Antonsson koma inn á fundin kl. 10:40

Landbúnaðarráð sér sér ekki fært að verða við umsókn um búfjárleyfi þar sem umsækjandi uppfyllir ekki þær kröfur sem gerðar eru í samþykkt um búfjárhald í Dalvíkurbyggð frá 2013.

Landbúnaðarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn og umhverfisráð að fyrirhuguð staðsetning á hesthúsbyggingu og leigusamningar um land til beitar verði nú þegar tekið til endurskoðunar. Ráðið telur að það land sem þegar hefur verið leigt henti ekki til beitar og hefði ekki komið til úthlutunar ef leitað hefði verið álits landbúnaðarráðs.



2.Umsókn um beitiland

Málsnúmer 201709069Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 21 og 22 ágúst 2017 óskar Freydís Dana Sigurðardóttir eftir beitilandi til leigu samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Landbúnaðarráð frestar afgreiðslu umsóknarinnar til næsta fundar þar sem málið þarfnast frekari skoðunar í heild sinni.

3.Leiga á beiti og slægjulöndum

Málsnúmer 201311057Vakta málsnúmer

Til umræðu álit lögfræðings vegna gildandi leigusamninga.
Ráðið felur sviðsstjóra að ræða við samningsaðila samkvæmt umræðum á fundinum.

4.Fjárhagsáætlun 2018; fjallgirðing á Árskógsströnd

Málsnúmer 201708041Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Guðmundi Geir Jónssyni, Freydísi Ingu Bóasdóttur, Jónasi Þór Leifssyni og Gittu Unn Ármannsdóttur, dagsett þann 17. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir áframhaldandi fjármagni frá Dalvíkurbyggð til að viðhalda fjallgirðingum á Árskógsströnd.
Landbúnaðarráð leggur til að kr. 2.500.000 verði lagðar til fjallgirðingarsjóðs eins og fram kemur í áætlun frá 2016 þar sem fram kemur að fjárhagslegum stuðningi líkur að hálfu sveitasjóðs árið 2020.
Samþykkt með fimm atkvæðum

5.Fjallgirðing Árskógsströnd 2017

Málsnúmer 201705139Vakta málsnúmer

Til umræðu vinna og fyrirkomulag endurnýjunar á fjallgirðingu á Árskógsströnd.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

6.Gjaldskrár landbúnaðarráðs 2018

Málsnúmer 201709098Vakta málsnúmer

Til umræðu og afgreiðslu gjaldskrár landbúnaðarráðs 2018.
Ráðið samþykkir framlagða vísitöluhækkun á öllum gjaldskrám og einnig að greiðsla vegna refaveiða hækki samkvæmt umræðum á fundinum.
Ráðið hefur þegar farið fram á hækkun framlags frá UST vegna minkaveiða.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

7.Vinna U&T við starfs- og fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 201709041Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri lagði fram starfs- og fjárhagsáætlun 2018 ásamt fylgigögnum.
Ráðið leggur til að óskað verði eftir fjármagni til að kosta förgun á gömlum girðingum í landi sveitarfélagsins kr. 500.000 að öðru leyti gerir ráðið ekki athugasemdir við framlögð gögn.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

8.Erindi frá íbúasamtökum á Hauganesi og ungmennafélaginu Reynir.

Málsnúmer 201709107Vakta málsnúmer

Til umræðu áskorun frá íbúa- og félagasamtökum á Árskógsströnd.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:20.

Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Freyr Antonsson Varaformaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Ottó B Jakobsson Varamaður
  • Kristinn Ingi Valsson varamaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs