Landbúnaðarráð

93. fundur 12. desember 2014 kl. 09:30 - 11:30 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Freyr Antonsson Varaformaður
  • Guðný Sverrisdóttir Aðalmaður
  • Gunnsteinn Þorgilsson Aðalmaður
  • Þorleifur Albert Reimarsson Varamaður
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Umsókn um búfjárleyfi

Málsnúmer 201411122Vakta málsnúmer

Kristinn Helgi Snorrason óskar eftir búfjárleyfi fyrir þrjú hross samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Landbúnaðarráð veitir umbeðið leyfi og felur sviðsstjóra að ganga frá formlegu leyfi.

2.Umsókn um leyfi til búfjárhalds

Málsnúmer 201410312Vakta málsnúmer

Valdimar Kjartansson óskar eftir búfjárleyfi fyrir 12 hross samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Landbúnaðarráð veitir umbeðið leyfi og felur sviðsstjóra að ganga frá formlegu leyfi.

3.Umsókn um búfjárleyfi

Málsnúmer 201412065Vakta málsnúmer

Felix Rafn Felixsson óskar eftir búfjárleyfi fyrir þrjú hross samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Landbúnaðarráð veitir umbeðið leyfi og felur sviðsstjóra að ganga frá formlegu leyfi.

4.Umsókn um búfjárleyfi

Málsnúmer 201412053Vakta málsnúmer

Hólmfríður A Gísladóttir óskar eftir búfjárleyfi fyrir fjórar hænur samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Landbúnaðarráð veitir umbeðið leyfi og felur sviðsstjóra að ganga frá formlegu leyfi.

5.Fyrirkomulag við réttir og viðhald girðinga.

Málsnúmer 201412045Vakta málsnúmer

Til umræðu fyrirkomulag við réttir og viðhald girðinga í sveitarfélaginu
Á 13. fundi fjallskiladeildar Hörgársveitar þann 19. ágúst síðastliðinn var ákveðið að allur sá fjárflutningur af fjárréttum sem kostaður hefur verið af sveitarfélaginu falli niður.
Í framhaldi af því samþykkir landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar að frá 1. janúar 2015 falli niður þátttaka Dalvíkurbyggðar við kostnað á fjárflutningum á milli fjárrétta.
Áframhaldandi umræður um viðhald girðinga og sviðsstjóra falið að afla frekari gagna samkvæmt umræðum á fundinum.

6.Snjómokstur

Málsnúmer 201412081Vakta málsnúmer

Til umræðu breytingar á reglum um snjómokstur í Dalvíkurbyggð
Landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar styður bókun Karls Atlasonar á 258. fundi umhverfisráðs þann 12.12.2014 þar sem endurskoðaðar snjómoksturreglur voru samþykktar.

Ráðið hvetur sveitarstjórn til að beita sér fyrir aukinni vetrarþjónustu af hendi Vegagerðarinnar og komið verði á bundnu slitlagi í Skíðadal og fram Svarfaðardal.
Reynslan sýnir að þeir kaflar sem lagðir hafa verið bundnu slitlagi á þessum stöðum hafa reynst vel án sérstakrar undirbyggingar.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Freyr Antonsson Varaformaður
  • Guðný Sverrisdóttir Aðalmaður
  • Gunnsteinn Þorgilsson Aðalmaður
  • Þorleifur Albert Reimarsson Varamaður
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs