Landbúnaðarráð

89. fundur 06. maí 2014 kl. 08:15 - 10:00 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Ottó B Jakobsson Varaformaður
  • Jóhann Ólafsson Aðalmaður
  • Elín Rósa Ragnarsdóttir Aðalmaður
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Umsókn um leyfi til búfjárhalds

Málsnúmer 201404148Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 30.04.2014 frá Þorleifi Albert Reimarssyni kt. 271163-2589 fyrir fimm hross samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Landbúnaðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina og veitir umbeðið leyfi, þó með fyrirvara um að fullnægjandi tryggingargögn berist.

2.Umsókn um beitiland

Málsnúmer 201405013Vakta málsnúmer

Bergur Höskuldsson kt. 070149-2499 óskar eftir beitarlandi á Upsadal til leigu samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Landbúnaðarráð samþykkir umsóknina og felur sviðsstjóra að afmarka það land sem um ræðir í samráði við leigjanda.

3.Umsókn um beitar og slægjuland

Málsnúmer 201402047Vakta málsnúmer

Til endurskoðunar úthlutun á slægjulöndum á Árskógsströnd.
Eftir ýtarlega umfjöllun á fundinum var ákveðið að endurskoða áður gerða úthlutun ráðsins. Sviðsstjóra falið að ganga frá samningum við erfðafestuhafa og í framhaldi af því semja við bændur á Árskógsströnd samkvæmt umræðum á fundinum.

4.Fyrirspurn vegna hænsnahalds í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201404151Vakta málsnúmer

Með rafpósti dags. 22.04.2014 sendir Benedikt Snær Magnússon kt. 250590-2109 fyrirspurn vegna hænsnahalds í Dalvíkurbyggð.
Landbúnaðarráð samþykkir umsóknina fyrir allt að fimm hænur, en bendir á að hanar eru með öllu bannaðir í þéttbýli.
Aðbúnaður þarf að uppfylla lög og reglur um velferð dýra, og skal haft samráð við byggingarfulltrúa.

5.Áætlun til þriggja ára um refaveiði - drög til umsagnar

Málsnúmer 201404087Vakta málsnúmer

Til kynningar þriggja ára áætlun vegna refaveiða.
Landbúnaðarráð gerir ekki athugasemdir áætlunina og fagnar auknu framlagi hins opinbera.

6.Tungurétt, endurbygging.

Málsnúmer 201205093Vakta málsnúmer

Til umræðu endurbygging Tunguréttar
Landbúnaðarráð felur sviðsstjóra að yfirfara innkomin tilboð og óska eftir fjármagni til byggðarráðs svo hægt sé að ljúka verkinu.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Ottó B Jakobsson Varaformaður
  • Jóhann Ólafsson Aðalmaður
  • Elín Rósa Ragnarsdóttir Aðalmaður
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs