Landbúnaðarráð

92. fundur 09. október 2014 kl. 08:15 - 11:15 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Freyr Antonsson Varaformaður
  • Guðný Sverrisdóttir Aðalmaður
  • Ottó B Jakobsson Varamaður
  • Þorleifur Albert Reimarsson Varamaður
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Ályktun um varðveislu landbúnaðarlands

Málsnúmer 201409087Vakta málsnúmer

TIl kynningar.
Landbúnaðarráð tekur undir ályktun sambands ungra bænda og beinir því til umhverfisráðs að við gerð aðal- og deiliskipulags sé haft í huga að varðveita landbúnaðarland.

2.Fundargerðir fjallskiladeilda 2014

Málsnúmer 201409080Vakta málsnúmer

Til kynninga fundargerð fjallskiladeildar Dalvíkurdeildar.
Landbúnaðarráð hefur kynnt sér fundargerðina.

3.Umsókn um leyfi til búfjárhalds

Málsnúmer 201410027Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags 03. október óskar Sigurður Bragi Ólafsson hefur leyfi til að halda fiðurfé að Hinriksmýri, Árskógssandi.
Landbúnaðarráð samþykkir umsóknina með þeim fyrirvara að kröfum um aðbúnað sé fullnægt. Ráðið felur sviðsstjóra að kanna aðstæður og veita umbeðið leyfi í framhaldi af því ef aðstæður uppfylla þær kröfur sem gerðar eru.

4.Gjaldskrár landbúnaðarráðs 2015

Málsnúmer 201410053Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu gjaldskrár landbúnaðarráðs 2015
Ráðið hefur kynnt sér þær breytingar sem gerðar eru á gjaldskrám ráðsins og leggur til að gjald vegna búfjárleyfa verði lagt á samkvæmt tillögu í gjaldskrá um búfjárleyfi og lausagöngu búfjár.
Þorleifur Albert Reimarsson og Ottó B Jakobsson viku af fundi undir umræðu um nýjum lið í gjaldskrá vegna útgáfu búfjárleyfa og lausagöngu búfjár

5.Tungurétt, endurbygging.

Málsnúmer 201205093Vakta málsnúmer

Til umræðu endurbygging Tunguréttar.
Landbúnaðarráð fagnar þeim merka áfanga að tekist hafi að ljúka endurbyggingu Tunguréttar þó svo að kostnaður hafi orðið töluvert meiri en lagt var upp með í upphafi verksins.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Freyr Antonsson Varaformaður
  • Guðný Sverrisdóttir Aðalmaður
  • Ottó B Jakobsson Varamaður
  • Þorleifur Albert Reimarsson Varamaður
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs