Landbúnaðarráð

77. fundur 17. október 2012 kl. 13:00 - 15:00 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Ottó B Jakobsson Varaformaður
  • Elín Rósa Ragnarsdóttir Aðalmaður
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Freyr Antonsson Varamaður
  • Ingvar Kristinsson Embættismaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson Sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Grenjavinnsla 2012

Málsnúmer 201209069Vakta málsnúmer

Lögð var fram skýrsla frá Haraldi Ólafssyni, Hauki Sigfússyni og Ólafi Sigurðssyni, grenjavinnslumönnum fyrir sumarið 2012. Þar voru upplýsingar um veiði þeirra og hvar hún átti sér stað.
Landbúnaðarráð þakkar veiðimönnum vel unnin störf.

2.Tungurétt

Málsnúmer 201205093Vakta málsnúmer

Lögð var fram teikning af Tungurétt og ræddar hugmyndir um hvernig ætti að standa að því að ljúka framkvæmdum við hana.
Landbúnaðarráð samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að veitt verði kr. 2.000.000,- á fjárhagsáætlun 2013 til að ljúka gerð Tunguréttar. Um er að ræða fjármagn sem notað verður til efniskaupa til framkvæmdarinnar og að framangreind fjárhæð verði skuldbundin því að bændur og aðrir þeir sem réttina nota auk áhugafólks um framgangs verkefnisins leggi fram vinnu til þess að ljúka framkvæmdinni.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Ottó B Jakobsson Varaformaður
  • Elín Rósa Ragnarsdóttir Aðalmaður
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Freyr Antonsson Varamaður
  • Ingvar Kristinsson Embættismaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson Sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs