Landbúnaðarráð

91. fundur 04. september 2014 kl. 08:15 - 10:30 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Freyr Antonsson Varaformaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Guðný Sverrisdóttir Aðalmaður
  • Gunnsteinn Þorgilsson Aðalmaður
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Áætlun til þriggja ára um refaveiði - drög til umsagnar

Málsnúmer 201404087Vakta málsnúmer

Til kynningar
Landbúnaðarráð fagnar samningnum, en bendir þó á að hlutdeild Dalvíkurbyggðar þyrfti að vera meiri.

2.Ósk um breytingu á gangnadögum

Málsnúmer 201408015Vakta málsnúmer

Með rafpósti dags 11. ágúst 2014 óskar Zophonías Ingi Jónmundsson kt. 101051-2699 eftir leyfi til breytinga á gangnadögum samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Erindið samþykkt 25. ágúst 2014.

3.Tungurétt, endurbygging.

Málsnúmer 201205093Vakta málsnúmer

Til umræðu endurbygging og vígsla á réttinni.
Lokafrágangur á endurbyggingunni klárast á næstu dögum.
Ræddar voru hugmyndir vegna vígslu réttarinnar þann 14. september. Formanni ráðsins falið að setja saman litla dagskrá.

4.Fjallskil og göngur 2014

Málsnúmer 201404077Vakta málsnúmer

Til umræðu fyrirkomulag gangna og ábendingar um umferð vélknúinna ökutækja utan vegar/slóða.
Að gefni tilefni vill ráðið benda á að í lögum um náttúruvernd nr.60/2013 gr. 31 koma fram þær reglur sem gilda um utanvegaakstur við smalamennsku.

5.Leiga á beiti og slægjulöndum

Málsnúmer 201311057Vakta málsnúmer

Til umræðu nýgerðir samningar um beiti, slægjulönd og efndir þeirra að hálfu leigutaka.
Ráðið felur sviðsstjóra að ítreka við leigutaka að hvers konar framleiga á leigulandi er óheimil samkvæmt leigusamningum.

6.Stöðumat U&T jan-júní 2014

Málsnúmer 201409032Vakta málsnúmer

Til kynningar stöðumat jan-júní 2014
Ráðið gerir ekki athugasemdir.

7.Starfs og fjárhagsáætlun umhverfis-og tæknisviðs 2015

Málsnúmer 201409025Vakta málsnúmer

Til umræðu starfs og fjárhagsáætlun umhverfis-og tæknisviðs.
Ráðið hefur yfirfarið og samþykkt starfs og fjárhagsáætlun fyrir 2015 og vísar henni til sveitarstjórnar til afgreiðslu.
Freyr Antonsson vék af fundi 09:15

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Freyr Antonsson Varaformaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Guðný Sverrisdóttir Aðalmaður
  • Gunnsteinn Þorgilsson Aðalmaður
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs