Landbúnaðarráð

98. fundur 27. ágúst 2015 kl. 08:15 - 11:00 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Freyr Antonsson Varaformaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Guðný Sverrisdóttir Aðalmaður
  • Gunnsteinn Þorgilsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Endurskoðun á samþykkt um hundahald í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201508066Vakta málsnúmer

Til umræðu endurskoðun á samþykkt um hundahald í Dalvíkurbyggð.

Á fundin mætir Alfred Schiöth frá Heilbrigðiseftirliti Eyjafjarðar.
Ráðið þakkar Alfred góðar ábendingar og felur formanni og sviðsstjóra að framfylgja málinu samkvæmt umræðum á fundinum.

Einnig er sviðsstjóra falið, að gefnu tilefni, að senda út áskorun til eigenda óskráðra hunda í Dalvíkurbyggð um skráningarskyldu þeirra.
Alfred Schiöth vék af fundi kl. 09:37

2.Umsókn um búfjárleyfi

Málsnúmer 201508062Vakta málsnúmer

Umsókn um búfjárleyfi fyrir hænsni samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Landbúnaðarráð samþykkir umsóknina fyrir fjóra hænur og bendir á að hámarksfjöldi miðast við fimm hænur.

Ráðið bendir á að hanar eru með öllu bannaðir í þéttbýli. Aðbúnaður þarf að uppfylla lög og reglur um aðbúnað dýra og skal haft samráð við byggingarfulltrúa.

3.Stöðumat jan-júlí 2015 landbúnaðarmál

Málsnúmer 201508065Vakta málsnúmer

Til kynningar stöðumat landbúnaðarmála jan-júlí 2015.
Ráðið gerir ekki athugasemdir.

4.Fjallgirðingar 2015

Málsnúmer 201502062Vakta málsnúmer

Til umræðu fjallgirðingarmál í Dalvíkurbyggð.
Ráðið felur sviðsstjóra að senda yfirfarið bréf til landeigenda á Árskógsströnd samkvæmt umræðum á fundinum.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Freyr Antonsson Varaformaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Guðný Sverrisdóttir Aðalmaður
  • Gunnsteinn Þorgilsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs