Landbúnaðarráð

139. fundur 03. júní 2021 kl. 09:00 - 10:00 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Ingunn Magnúsdóttir varaformaður
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Dagskrá

1.Búfjáreftirlit; gjald vegna útgáfu leyfa.

Málsnúmer 202104175Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá athugun á lögmæti innheimtu búfjárleyfisgjalds.
Landbúnaðarráð leggur til að búfjárleyfisgjald verði fellt niður úr gjaldskrá.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

2.Fyrirkomulag grenjavinnslu og meindýravarna 2021

Málsnúmer 202105079Vakta málsnúmer

Til umræðu var fyrirkomulag grenjavinnslu í sveitarfélaginu.
Landbúnaðarráð leggur til að fyrirkomulag grenjavinnslu í Dalvíkurbyggð verði með eftirfarandi hætti: Þeir Haukur Sigfússon, Ólafur Sigurðsson og Haraldur Ólafsson sjá um Árskógsströnd, Hálsdal, Holtsdalina og að Múlagöngum. Gunnsteinn Þorgilsson og Jóhann Magnússon munu sjá um Svarfaðardalssvæðið, frá Hamarsdal að Holtsdal.

Landbúnaðarráð sér ekki ástæðu til þess að koma á þjónustusamningi vegna meindýravarna eins og staðan er.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Fjallgirðingarmál 2021

Málsnúmer 202102062Vakta málsnúmer

Verðkönnun vegna endurnýjunar fjallgirðingar á Árskógsströnd var send út á tvo aðila í byrjun maí. Eitt tilboð barst í endurnýjunina; frá EB ehf.
Landbúnaðarráð leggur til að gengið verði til samninga við EB ehf.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Girðing á bökkum Svarfaðardalsár

Málsnúmer 202105145Vakta málsnúmer

Með bréfi, dagsettu 14. apríl, óskar Freydís Dana Sigurðardóttir fyrir hönd Reiðveganefndar Hestamannafélagsins Hrings eftir leyfi frá sveitarfélaginu til þess að girða reiðleið meðfram Svarfaðardalsá að vestan frá Hringsholti að Árgerði.
Landbúnaðarráð hafnar erindinu um girðingu á Böggvisstaðabökkum. Landbúnaðarráð felur Skipulags- og tæknifulltrúa að ræða við Reiðveganefnd Hestamannafélagsins Hrings um nýtingu svæðisins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Kynning á drögum að landsáætlun í skógrækt og umhverfismati hennar

Málsnúmer 202105049Vakta málsnúmer

Með tölvupósti, dagsettum 7. maí 2021, óskar Hrefna Jóhannesdóttir fyrir hönd Skógræktarinnar eftir umsögnum um drög að landsáætlun í skógrækt 2021-2031 og drög að umhverfismati hennar.
Landbúnaðarráð gerir ekki athugasemd við framlögð drög að landsáætlun í skógrækt.

6.Óskað er umsagna hagaðila. Landgræðsluáætlun 2021-2031 og umhverfismat áætlunarinnar

Málsnúmer 202105034Vakta málsnúmer

Með tölvupósti, dagsettum 6. maí 2021, óskar Landgræðslan eftir umsögnum hagaðila um Landgræðsluáætlun 2021-2031 og umhverfismat áætlunarinnar.
Landbúnaðarráð gerir ekki athugasemdir við Landgræðsluáætlun 2021-2031.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Ingunn Magnúsdóttir varaformaður
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi