Landbúnaðarráð

138. fundur 29. apríl 2021 kl. 09:00 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson formaður
  • Ingunn Magnúsdóttir varaformaður
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir aðalmaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson embættismaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi
Dagskrá

1.Fjallgirðingarmál 2021

Málsnúmer 202102062Vakta málsnúmer

Farið yfir áætlanir um endurnýjun og viðhald á fjallgirðingum í Dalvíkurbyggð 2021.
Landbúnaðarráð samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum sviðsins og formanni ráðsins að gera verðkönnun vegna lagfæringa og uppsetningar á fjallgirðingum.

2.Göngur og réttir í Dalvíkurbyggð 2021

Málsnúmer 202104124Vakta málsnúmer

Til umræðu ákvörðun um fjallskil og göngur haustið 2021. Samkvæmt fyrri samþykktum er gert ráð fyrir að fyrstu göngur í Svarfaðardalsdeild, Dalvíkurdeild og Árskógsdeild verði aðra helgi í september sem er 10.-12. og seinni göngur í öllum deildum viku síðar sem er 17.-19.
Hrossasmölun og eftirleit í Skíðadalsafréttum verði fyrstu helgina í október sem er 1.-2.
Landbúnaðarráð samþykkir samhljóða framlagða tillögu.

3.Kvartanir vegna lausagöngu hunda- og katta

Málsnúmer 202104059Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Bóasi Ævarssyni, dagsett 13. apríl 2021, þar sem komið er á framfæri kvörtunum yfir lausagöngu og óþrifnaði vegna hunda og katta á Dalvík.
Landbúnaðarráð þakkar fyrir ábendingarnar og felur Skipulags- og tæknifulltrúa að gera átak í eftirfylgni með samþykktum um hunda- og kattahald í Dalvíkurbyggð, t.d. með auglýsingum, fræðslu og auknu eftirliti. Aukið eftirlit myndi felast í betri skráningu og úrvinnslu ábendinga og kvartana vegna hunda og katta.
Landbúnaðarráð leggur áherslu á að ábyrgð á skráningu dýra, umhirða þeirra og að farið sé eftir samþykktum er ávallt á ábyrgð eigenda.

4.Styrkvegasjóður 2021

Málsnúmer 202104127Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar þrjár umsóknir sem sendar voru inn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar í Styrkvegasjóð Vegagerðarinnar, en umsóknarfrestur rann út 23. apríl sl.
Lagt fram til kynningar.

5.Mánaðarlegar skýrslur bókhalds 2021 vs. áætlun fyrir fagráð

Málsnúmer 202102005Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu bókhalds fyrir svið landbúnaðarmála hjá Dalvíkurbyggð.
Lagt fram til kynningar.

6.Áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög

Málsnúmer 202103014Vakta málsnúmer

Með bréfi dagsettu 2. mars 2021 frá Jafnréttisstofu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga kemur eftirfarandi fram:
Í desember 2020 voru samþykkt á Alþingi tvenn ný lög sem lúta að jafnréttismálum
og leysa þau af hólmi lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008.
Nýju lögin eru annars vegar lög um stjórnsýslu jafnréttismála nr. 151/2020 og hins
vegar lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson formaður
  • Ingunn Magnúsdóttir varaformaður
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir aðalmaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson embættismaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi