Landbúnaðarráð

136. fundur 19. nóvember 2020 kl. 09:00 - 10:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson formaður
  • Ingunn Magnúsdóttir varaformaður
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir aðalmaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Hildur Birna Jónsdóttir boðaði forföll og í hennar stað mætti Eva Björg Guðmundsdóttir

1.Grenjavinnsla 2020

Málsnúmer 202010003Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um grenjavinnslu 2020
Lagt fram til kynningar.

2.Fundargerðir fjallskiladeilda 2020

Málsnúmer 202010030Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð fjallskiladeildar Dalvíkurdeildar 2020
Lagt fram til kynningar.

3.Erindi formanns landbúnaðarráðs til ráðamanna vegna riðuveiki í Skagafirði 2020

Málsnúmer 202011070Vakta málsnúmer

Til kynningar og umræðu fjarfundur vegna riðutilfella í Skagafirði sem sviðsstjóri ásamt formanni ráðsins sátu og erindi frá formanni ráðsins til ráðamanna vegna riðuveiki í Skagafirði.
Landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar lýsir yfir áhyggjum af þeirri stöðu sem komin er upp í Skagafirði í ljósi nýlegra riðutilfella í Tröllaskagahólfi. Nefndin tekur undir með landbúnaðarráðherra að tímabært sé að endurskoða allt starf hér á landi er varðar riðuvarnir.
Meðal þess sem þarf að greina og rannsaka betur eru smitleiðir, sóttvarnir, hagkvæm nýting arfgerðagreininga í ræktunarstarfinu, kynbótastarf innan sóttvarnahólfa o.fl. þættir. Jafnframt þarf að leysa það vandamál sem blasir við þegar ekki er unnt að farga sóttmenguðum úrgangi með brennslu hér á landi, eins og æskilegast væri að gera m.t.t. sóttvarna.
Í Svarfaðardal er mikil reynsla og saga vegna baráttu við riðuveiki sem gæti nýst vel í rannsóknum og endurskoðun á verkferlum.

4.Minka- og refaveiðar í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202011084Vakta málsnúmer

Til umræðu fyrirkomulag refa- og minkaveiða í Dalvíkurbyggð
Landbúnaðarráð leggur til að gerður verði samningur um minkaveiðar við Herbert Hjálmarsson til eins árs á grundvelli framlagðrar kostnaðaráætlunar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

5.Hunda- og kattahald í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202011085Vakta málsnúmer

Til umræðu bætt fyrirkomulag á framfylgni samþykkta um hunda- og kattahald í Dalvíkurbyggð.
Undir þessum lið kom inn á fundinn Steinþór Björnsson deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar kl. 09:57 og fór yfir væntanlegt samstarf við Akureyrarbæ.

Steinþór vék af fundi kl. 10:10

Landbúnaðarráð þakkar Steinþóri fyrir yfirferðina og leggur áherslu á að eftirlitsmálum með dýrahaldi verði komið í ásættanlegan farveg 2021.

6.Leiga á beitar og slægju

Málsnúmer 201506034Vakta málsnúmer

Til umræðu endurnýjun leigusamnings við Hestamannafélagið Hring
Landbúnaðarráð felur sviðsstjóra að ganga frá ófrágengnum samningum um leigulönd samkvæmt framlögðum gögnum.

7.Starfshópur, girðingar umbætur og hagræðing

Málsnúmer 202009130Vakta málsnúmer

Til umræðu og kynningar gögn frá Dalvíkurbyggð vegna umbóta og hagræðinga á girðingum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson formaður
  • Ingunn Magnúsdóttir varaformaður
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir aðalmaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs