Landbúnaðarráð

135. fundur 24. september 2020 kl. 09:00 - 10:45 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson formaður
  • Ingunn Magnúsdóttir varaformaður
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir aðalmaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Ritun fundargerða og erindisbréf

Málsnúmer 202009002Vakta málsnúmer

Til kynningar og umræðu ritun fundargerða og erindisbréf landbúnaðarráðs.
Lagt fram til kynningar

2.Starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis- og tæknisviðs 2021

Málsnúmer 202009111Vakta málsnúmer

Til kynningar og umræðu starfs- og fjárhagsáætlun Landbúnaðarráðs 2021

Landbúnaðarráð gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn en felur sviðsstjóra að óska eftir auknu fjármagni til lagfæringa og endurbóta á girðingum til að mynda við Böggvisstaði/Fólksvang, Upsi, Hamar og Ytra-Holt. Landbúnaðarráð telur mjög brýnt að farið verði í endurbætur og lagfæringar á girðingum og óskar eftir hækkun til málaflokksins um 30%.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

3.Gjaldskrár 2021; tillögur frá fagráðum

Málsnúmer 202009099Vakta málsnúmer

Til umræðu gjaldskrár landbúnaðarráðs 2021
Landbúnaðarráð leggur til að gjaldskrár ráðsins verði hækkaðar um 2,4 % frá fyrra ári.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Fjárhagsáætlun 2021; Girðingamál - Hrafnsstaðakot - Ytra-Holt

Málsnúmer 202009058Vakta málsnúmer

Á 954. fundi byggðarráðs var eftirfarandi erindi vísað til Landbúnaðarráðs.
Rafpóstur dagsettur þann 4. september 2020 frá Berglindi og Magnúsi á Hrafnsstöðum er varðar ósk um þátttöku Dalvíkurbyggðar í girðingum á landamerkjum Hrafnsstaða við Dalvíkurbyggð og Ytra-Holt.
Landbúnaðarráð leggur til að gert sé ráð fyrir að girðing milli Hrafnsstaða og Böggvisstaða/Fólkvangs verður endurnýjuð ef fjármagn fæst til verksins. Ráðið leggur áherslu á að ljúka samningargerð um leiguland Böggvisstaða.

5.Fjallgirðingarmál 2020

Málsnúmer 202006057Vakta málsnúmer

Til umræðu staða endurnýjunar á fjallgirðingu á Árskógsströnd.
Landbúnaðarráð felur sviðstjóra að endurskoða verksamning og leggur til að eingöngu verði settir niður staurar á þeim kafla sem eftir er og gamla girðingin fjarlægð. Næstkomandi vor verði vír hengdur á staurana um leið og snjóa leysir.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson formaður
  • Ingunn Magnúsdóttir varaformaður
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir aðalmaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs