Landbúnaðarráð

134. fundur 20. ágúst 2020 kl. 09:00 - 11:00 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson formaður
  • Ingunn Magnúsdóttir varaformaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir aðalmaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir aðalmaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Freyr Antonsson boðaði forföll og í hans stað mætti Eva Björg Guðmundsdóttir.

1.Ósk um breytingar á gangnadögum 2020

Málsnúmer 202007028Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 24. júní 2020 óskar Berglind Björk Stefánsdóttir eftir breytingu á gangnadögum í Dalvíkurdeild samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Vegna beiðni Berglindar Stefánsdóttur um að fá að framkvæma fyrstu göngur 28. til 29. ágúst.
Landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar samþykkir að veita umbeðið frávik frá auglýstum gangnadögum og þá með þeim skilyrðum að Dalvíkurdeild leggi til tvo gangnamenn helgina 11.-13. september á Ytra- Holtsdal samhliða auglýstum fyrstu göngum á Syðra-Holtsdal þar sem engin landfræðileg hindrun er á milli þessara gangnasvæða.



Samþykkt með fimm atkvæðum.

2.Göngur og réttir í Dalvíkurbyggð 2020

Málsnúmer 202005016Vakta málsnúmer

Til umræðu leiðbeiningar vegna Covid-19
Landbúnaðarráð leggur áherslu á að framlögðum leiðbeiningum sé framfylgt að hálfu sveitarfélagsins og tryggt sé að verkefninu sé fylgt eftir.

3.Refa og minkaveiðar 2020

Málsnúmer 202005040Vakta málsnúmer

Til umræðu minka og refaveiðar í Dalvíkurbyggð 2020
Landbúnaðaráð Dalvíkurbyggðar leggur til að sótt verði um aukið
fjármagn til Umhverfisstofnunar vegna eyðingu minks í sveitarfélaginu
sem nú er farinn að gera allt of mikið vart við sig eftir að átaki
nokkura sveitarfélaga lauk sem miðaðist við að útrýma villimink, þessu
átaki lauk of snemma með þeim afleiðingum að minkurinn er farinn að vaða
upp á nýjan leik með tilheyrandi eyðileggingu á lífríki
sveitarfélagsins.
Landbúnaðaráð telur skipulagða útrýmingu villiminks vera eitt af stærri
umhverfismálum margra sveitarfélaga þess vegna þurfi ríkisvaldið að
bregðast við með stórauknu fjármagni í málaflokkinn.
Ráðið felur sviðsstjóra að senda inn umsókn til Umhverfisstofnunar.

4.Endurskoðun á samþykktum um hunda og kattahald í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201902069Vakta málsnúmer

Til umræðu samþykktir um hunda og kattahald í Dalvíkurbyggð og lagt fram tilboð frá Icelandic Pets PLUS fyrir skráningarkerfi fyrir gæludýr.
Lagt fram til kynningar og sviðsstjóra falið að kanna málið frekar.

5.Leiga á beitar og slægju

Málsnúmer 201506034Vakta málsnúmer

Til umræðu staða á leigu beitar og slægjulanda í Dalvíkurbyggð.
Lagt fram til kynningar.

6.Fjallgirðingarmál 2020

Málsnúmer 202006057Vakta málsnúmer

Til umræðu staða á fjallgirðingum í Dalvíkurbyggð.
Lagt var fyrir Landbúnaðarráð staða framkvæmda við fjallgirðingu á Árskógsströnd og sviðsstjóra falið að endurskoða samning við verktaka.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson formaður
  • Ingunn Magnúsdóttir varaformaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir aðalmaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir aðalmaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs