Íþrótta- og æskulýðsráð

35. fundur 29. mars 2012 kl. 09:00 - 17:00 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Fundargerð ritaði: Árni Jónsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og Hildur Ösp Gylfadóttir Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Málefni Íþróttamiðstöðvar 2012

Málsnúmer 201203140Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og sviðsstjóri fóru yfir nýtt vaktafyrirkomulag. Vinna við nýtt vaktafyrirkomulag tók mið af samræmdum opnunartíma allt árið, öryggismálum, þjónustustigi og að draga úr vinnuálagi starfsmanna.

Ný reglugerð um hollustuhætti sund- og baðstaða gerir ráð fyrir að laugarvörður sinni einungis laugarvörslu á opnunartíma sundlaugar. Til að bregðast við þessu í nýju vaktakerfi er gert ráð fyrir að bæta við starfsmanni á morgunvakt á virkum dögum.

Farið var yfir endurskoðun á fjárhagsáætlun en bréf þess efnis hefur verið sent til bæjarráðs. Jafnframt var stutt kynning á rafrænu afgreiðslukerfi.

Íþrótta- og æskulýðsráð er sammála mikilvægi þess að taka upp rafrænt afgreiðslukerfi og þakkar fyrir upplýsingarnar. Íþrótta- og æskulýðsráð felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að skoða möguleika á nýtingu heitra potta eftir að formlegum opnunartíma sundlaugar líkur.

2.Hátíðarfundur vor 2012

Málsnúmer 201203143Vakta málsnúmer

Stefnt er að hátíðarfundi íþrótta- og æskulýðsráðs mánudaginn 7. maí klukkan 15:00 í Árskógi. Fundurinn hefst með almennum fundi íþrótta-  og æskulýðsráðs og í framhaldinu munu fulltrúar íþróttafélaganna koma á fundinn.

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa er falið að undirbúa fundinn.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Fundargerð ritaði: Árni Jónsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og Hildur Ösp Gylfadóttir Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi