Íþrótta- og æskulýðsráð

32. fundur 29. desember 2011 kl. 16:00 - 18:00 fundaherbergi á 2. hæð í Menningarhúsinu Bergi
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Dagbjört Sigurpálsdóttir sinnti formennsku þessa fundar.

1.Rekstrarstyrkur vegna 2012

Málsnúmer 201112054Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir bréf frá UMSE þar sem óskað er eftir áframhaldandi styrk og hækkun á framlagi til félagsins.
Íþrótta- og æskulýðsráðs getur því miður ekki orðið við hækkun að sinni þar sem fjárhagsáætlun 2012 er afgreidd en þar er gert ráð fyrir að styrkurinn sé 1.030.000 kr.

2.Úrsögn úr Íþrótta- og æskulýðsráði

Málsnúmer 201112037Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi bréf þar sem kom fram að Tryggvi Guðmundsson hefur sagt sig úr íþrótta- og æskulýðsráði og hans í stað kemur Jón Halldórsson og mun hann gegna formennsku í ráðinu.
&

3.Umsóknir í Afreks- og styrktarsjóð 2011

Málsnúmer 1106008Vakta málsnúmer

&a) Tekin var fyrir umsókn frá Ásu Fönn Friðbjörnsdóttur vegna Skólahreysti.

 

Íþrótta- og æskulýðsráð getur ekki orðið við styrkbeiðninni að þessu sinni.

 

b) Tekin var fyrir umsókn frá Golfklúbbinum Hamri vegna æfingaferðar stúlknasveitar til Spánar en sveitin varð Íslandsmeistari í sveitakeppni 15 ára og yngri á árinu.

 

Íþrótta- og æskulýðsráð hafnar umsókninni en veitir sveitinni viðurkenningu fyrir góðan árangur á Íslandsmóti að upphæð 100.000 kr. og er því vísað á lið 06-80-9110.

 

c) Tekin var fyrir umsókn frá Fimleikadeild UMFS til kaupa á loftdýnu.

 

Íþrótta- og æskulýðsráð getur ekki styrkt dýnukaup þar sem það uppfyllir ekki reglur sjóðsins en veitir félaginu fjárstyrk að upphæð 100.000 kr. vegna öflugs barna- og unglingastarfs og vísar því á lið 06-80-9110. 

 

 

4.Önnur mál

Málsnúmer 201110108Vakta málsnúmer

&a) Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar Samherja hf.  kærlega fyrir þann fjárstyrk sem fyrirtækið veitti samfélagsverkefnum í sveitarfélaginu.

 

b) Umræða fór fram um vinnulag á milli bæjarráðs/stjórnar og fagnefndar við ákvörðunartöku.  Óskað er eftir að bæjarstjóri, forseti bæjarstjórnar og formaður bæjarráðs komi á næsta fund ráðsins til umræðu vegna þessa. 

Fundi slitið - kl. 18:00.

Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs