Íþrótta- og æskulýðsráð

156. fundur 09. janúar 2024 kl. 08:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jóhann Már Kristinsson formaður
  • Elsa Hlín Einarsdóttir varaformaður
  • Snævar Örn Ólafsson aðalmaður
  • Kristinn Bogi Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá
Elísa Rún Gunnlaugsdóttir boðaði forföll og Sigríður Jódís Gunnarsdóttir mætti í hennar stað.

1.Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2023

Málsnúmer 202311014Vakta málsnúmer

Samkvæmt reglum um kjör á íþróttamanni ársins eru það aðal- og varamenn í íþrótta- og æskulýðsráði sem kjósa til móts við kosningu íbúa.
Byrjað var á því að fara yfir og ræða allar tilnefningar. Kosning ráðsins fór fram á fundinum. Íbúakosningu er lokið.

2.Ósk um styrk vegna þátttöku á ólympíuleikum

Málsnúmer 202401032Vakta málsnúmer

Foreldrar Dags Ýmis Sveinssonar óska eftir styrk vegna þátttöku Dags vegna undirbúnings og þátttöku í Vetrarólympíuleikum ungmenna í Gangwon í S-Kóreu sem hann var valinn til að keppa á fyrir Íslands hönd í alpagreinum ásamt stúlku úr Víkingi nú í janúar.
Íþrótta- og æskulýðsráð getur ekki orðið við styrkbeiðninni að svo stöddu, ráðið bendir á að umsóknir vegna afreka árið 2024 verður hægt að sækja í afreks- og styrktarsjóð í lok árs. Alla jafna er sjóðurinn að styrkja fyrir afrek liðins árs og er það gert í desember ár hvert samkvæmt reglum afreks- og styrktarsjóðs íþrótta- og æskulýðsráðs.

3.Uppbygging íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202212136Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn hefur samþykkt 70 milljónir í uppbyggingu íþróttasvæða íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð árið 2024.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að þessu fjármagni verði skipt á milli félaga með eftirfarandi hætti árið 2024:
Skíðafélagið vegna troðarahúsnæðis: kr. 60.500.000.-
Hestamannafélagið Hringur vegna undirbúnings við reiðskemmu: kr. 3.000.000.-
Golfklúbburinn Hamar vegna viðhalds og framkvæmda á Arnarholtsvelli: kr. 6.500.000.-

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að vinna drög að uppbyggingaráætlun til næstu 6 ára í takt við umræðu á fundinum og leggja fyrir ráðið á næsta fundi.

4.Sundlaugamenning á skrá UNESCO - kallað eftir þátttöku sveitarfélaga

Málsnúmer 202312009Vakta málsnúmer

Nú stendur yfir vinna við tilnefningu sundlaugamenningar á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf mannkyns. Um er að ræða fyrstu sjálfstæðu tilnefningu Íslands á skrána en áður hefur Ísland, ásamt Norðurlöndunum, staðið að tilnefningu á handverki við smíði súðbyrðinga á skrána. Skrár UNESCO á sviði menningararfs hafa reynst mjög áhrifamiklar og felst í slíkri skrásetningu ákveðinn heiður og viðurkenning á viðkomandi hefð og sérstöðu hennar fyrir land og þjóð. Því er um að ræða stórt og mikilvægt skref að Ísland standi nú að tilnefningu á sundlaugamenningu.
Lagt fram til kynningar.

5.Íslenskur ungmennafulltrúi á Sveitarstjórnarþingi Evrópuráðsins 2024

Málsnúmer 202312046Vakta málsnúmer

Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins stendur vörð um lýðræði og mannréttindi í sveitarfélögum og svæðum í aðilarríkjum ráðsins. Þingið kemur saman tvisvar á ári í Evrópuráðshöllinni í Strasbourg, Frakklandi. Þingfulltrúar eru kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi.

Ungmennafulltrúar, einn frá hverju aðildarríki, hafa síðustu 10 árin tekið þátt í þingum og eru nú orðnir ómissandi hluti af starfsemi þingsins.
Lagt fram til kynningar.

6.Starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027

Málsnúmer 202304162Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningu við íþróttafélögin í Dalvíkurbyggð og UMSE yfir árið 2024.
Íþrótta- og æsklulýðsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum samningana eins og þeir liggja fyrir og vísar þeim til Byggðaráðs og sveitarstjórnar til samþykktar. Allar tölur í samningunum er búið að gera ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins.

Fundi slitið.

Nefndarmenn
  • Jóhann Már Kristinsson formaður
  • Elsa Hlín Einarsdóttir varaformaður
  • Snævar Örn Ólafsson aðalmaður
  • Kristinn Bogi Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi