Íþrótta- og æskulýðsráð

155. fundur 05. desember 2023 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jóhann Már Kristinsson formaður
  • Kristinn Bogi Antonsson aðalmaður
  • Magni Þór Óskarsson varamaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá
Elísa Rún Gunnlaugsdóttir boðaði forföll og mætti Sigríður Jódís Gunnarsdóttir í hennar stað.

Elsa Hlín Einarsdóttir boðaði forföll og mætti Magni Þór Óskarsson í hennar stað.

Snævar Örn Ólafsson mætti ekki á fundinn.

1.Uppbygging íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202212136Vakta málsnúmer

Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta - og æskulýðsfulltrúi, fór yfir helstu niðurstöður úr vinnu vinnuhóps er snýr að Skíðafélagi Dalvíkur, er varðar troðaraskemmu.

2.Starfsemi félagsmiðstöðvar veturinn 2023-24

Málsnúmer 202311153Vakta málsnúmer

Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta - og æskulýðsfulltrúi, fer yfir starfsemi félagsmiðstöðvar og þau verkefni sem eru í farvatninu. Unglingar í félagsmiðstöðinni hafa kosið um nýtt nafn á félagsmiðstöðinni. Nýtt nafn á félagsmiðstöðinni er félagsmiðstöðin Dallas.

3.Starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027

Málsnúmer 202304162Vakta málsnúmer

Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta - og æskulýðsfulltrúi og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fóru yfir helstu niðurstöður á fjárhagsáætlun á málaflokki 06 fyrir fjárhagsárið 2024.
Unnið var í skiptingu fjármagns til reksturs íþróttafélaga fyrir árið 2024 og var skipting ákveðin á fundinum og er íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að kynna þær niðustöður fyrir félögunum og undirbúa samninga sem verða undirritaðir þegar kjör á íþróttamanni ársins fer fram í janúar.

4.Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2023

Málsnúmer 202311014Vakta málsnúmer

Gísli Rúnar Gylfason, fer yfir reglur varðandi kosningar á íþróttamanni Dalvíkurbyggðar.

5.Umsóknir í afreks- og styrktarsjóð 2023

Málsnúmer 202311013Vakta málsnúmer

Teknar fyrir umsóknir í afreks- og styrktarsjóð íþrótta- og æskulýðsráðs Dalvíkurbyggðar vegna ársins 2023.
a) Skíðafélag Dalvíkur til að halda úti skíðagöngubraut.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að styrkja Skíðafélagið um kr. 300.000.- og vísar því á lið 06800-9110

b) Eyþór Þorvaldsson vegna ástundunuar og árangurs í blaki.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að styrkja Eyþór um kr. 130.000.- og vísar því á lið 06800-9110

c) Torfi Jóhann Sveinsson vegna ástundunar og árangurs á skíðum.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að styrkja Torfa Jóhann um kr. 130.000.- og vísar því á lið 06800-9110

d) Óskar Valdimar Sveinsson vegna ástundunar og árangurs á skíðum.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að styrkja Óskar Valdimar um kr. 80.000.- og vísar því á lið 06800-9110

e) Maron Björgvinsson vegna ástundunar og árangurs á skíðum, knattspyrnu og golfi.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að styrkja Maron um kr. 130.000.- og vísar því á lið 06800-9110

f) Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir vegna ástundunar og árangurs í blaki.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að styrkja Lovísu Rut um kr. 130.000.- og vísar því á lið 06800-9110

g) Hafsteinn Thor Guðmundsson vegna ástundunar og árangurs í golfi.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að styrkja Hafstein Thor um kr. 80.000.- og vísar því á lið 06800-9110

h)Sunfélagið Rán vegna reksturs sundfélagsins.
Íþrótta- og æskulýðsráð synjar umsókn í sjóðinn og vísar til rekstrarsamnings sem gerður verður við íþróttafélögin um almennan rekstur.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að veita þeim sem verður kjörinn íþróttamaður ársins 2023 styrk að upphæð 150.000 úr sjóðnum.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að veita Meistaraflokk karla Dalvík/Reynis styrk að upphæð 300.000 vegna þess að hafa sigrað 2. deild síðastliðið sumar.

Tvær umsóknir bárust eftir auglýstan umsóknarfrest og er þeim umsóknum synjað.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Jóhann Már Kristinsson formaður
  • Kristinn Bogi Antonsson aðalmaður
  • Magni Þór Óskarsson varamaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi