Íþrótta- og æskulýðsráð

136. fundur 13. janúar 2022 kl. 16:30 - 17:30 í stóra salnum í Bergi
Nefndarmenn
  • Þórunn Andrésdóttir formaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Eydís Arna Hilmarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá
Magni Óskarsson boðaði forföll.

1.Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2021

Málsnúmer 202112028Vakta málsnúmer

Samkvæmt reglum um kjör á íþróttamanni ársins eru það aðal- og varamenn í íþrótta- og æskulýðsráði sem kjósa til móts við kosningu íbúa.
Kjör íþróttamanns Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2021 fór fram í menningarhúsinu Bergi. Fundur hófst með undirbúning og athöfnin fór svo fram kl. 17:00 þar sem tilnefndum var veitt viðurkenning og íþróttamaður Dalvíkurbyggðar var tilkynntur. Athöfninni var streymt beint á facebook síðu Dalvíkurbyggðar þar sem ekki var hægt að bjóða gestum til athafnarinnar vegna samkomutakmarkana.

Það var Rúnar Júlíus Gunnarsson, hestamaður sem varð fyrir valinu í ár. Rúnar hefur lengi verið viðloðandi keppni og alltaf stendur hann sig vel. Í usmögn frá hestamannafélaginu kemur fram að árangurinn á síðasta ári hafi verið mjög góður og var Rúnar 8 sinnum í úrslitum, þar af 4 sinnum í 2. sæti. Rúnar endaði svo keppnistímabilið á að sigra Fimmganginn á Haustmóti Léttis í 2. flokki, en það er sá flokkur sem Rúnar keppti í, í íþróttakeppni. Hann er rosalega vandvirkur að eðlisfari og reynir að gera allt eins vel og hann mögulega getur og er sér og félaginu til mikils sóma.
Íþrótta- og æskulýðsráð óskar Rúnari til hamingju til titilinn og hinum til hamingju með tilnefninguna.

Eftirfarandi tilnefningar bárust:
-Rúnar Júlíus Gunnarsson: Hestar
-Steinar Logi Þórðarson: Knattspyrna
-Símon Gestson: Sund

Fundi slitið - kl. 17:30.

Nefndarmenn
  • Þórunn Andrésdóttir formaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Eydís Arna Hilmarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi